Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Hefur áhyggjur af hnífaofbeldi á komandi Þjóðhátíð: „Við ætlum að bregðast við því fyrirfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, segir hnífaofbeldi á meðal ungmenna vera vaxandi áhyggjuefni; að lögreglan leiti nú leiða til þess að koma í veg fyrir slíkt á útihátíðum hér á landi sem eru fjölmargar yfir sumartímann.

Vestmannaeyjar.
Mynd / Attila Geréb

Óhætt er að segja að öryggisgæsla á útihátíðum sem og öðrum stórum viðburðum hafi breyst með árunum; má rekja það til aukinnar vopnavæðingar í íslensku samfélagi.

Meira en eitt hundrað manns koma að öryggisgæslunni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vill lögreglan bæta löggæsluna í það heila, en þetta kemur fram á RÚV.

Einnig að lögreglan hefur verið með starfsmenn í fíkniefnaleit árum saman sem og viðbrögð í tengslum við kynferðisofbeldi; er lögreglan með tiltæka rannsóknarlögreglumenn og móttöku í dalnum sjálfum.

Málmtæki hafa verið notuð við slíkar leitir; Karl Gauti segir það hins vegar nánast ómögulegt að nota slík tæki á alla gesti hátíðarinnar:

- Auglýsing -
Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

„Að öðru leyti er viðbragðið óbreytt á öllum öðrum sviðum. En þessi hnífaburður er bara nýtt og frekar nýlegt, og hefur verið vaxandi á landinu undanfarin ár og við ætlum bara að bregðast við því fyrir fram og reyna að koma í veg fyrir að það berist inn á þessa hátíð. Við höfum ekki orðið var við neitt nema ánægju gesta með það ef að löggæslan er sýnileg. Menn hafa þvert á móti verið að hrósa okkur fyrir það að vera mikið á staðnum og vera mikið á ferðinni inni í dal og í bænum,“ segir Karl Gauti og og bætir við að lögreglan haldi ótrauð áfram að tryggja öryggi gesta á Þjóðhátíð í Eyjum:

„Það er okkar markmið. Að allir komi heilir heim eftir góða skemmtun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -