Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Hefur beðið í 7 ár eftir að fá heimilislækni: „Álagið á læknunum er auðvitað algerlega óhóflegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandið í heilbrigðismálum á Íslandi er ansi snúið, ansi víða; fyrir norðan hefur helmingur Akureyringa engan heimilislækni.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir við ruv.is að afar illa hafi gengið að ráða lækna að heilsugæslunni.

Staðan er því sú að meira en 9 þúsund Akureyringar eru ekki með skráðan heimilislækni, sem er um helmingur þeirra nítján þúsunda bæjarins.

Einn þeirra, sem ræddi við fréttastofu ruv.is., sagðist hafa beðið í heil 7 ár eftir heimilislækni.

Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, segir lækna vanti um allt Ísland;  staðan sé þó sérstaklega slæm fyrir norðan.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri vantar – sé miðað við úttekt Læknafélagsins –  minnst 11 stöðugildi heilsugæslulækna.

- Auglýsing -

„Skorturinn er það mikill að álagið á læknunum sem eru að störfum er auðvitað algerlega óhóflegt og það er mjög erfitt að sinna svona stórum hóp íbúa í svona gríðarlegri manneklu og við vitum til þess að það eru töluvert mikil veikindi, álagstengd veikindi nú þegar í þessum læknahóp“, segir Steinunn.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Jón Helgi Björnsson, bindur miklar vonir við opnun nýrrar heilsugæslustöðvar; fyrirhuguð í lok næsta árs; það sé forsenda þess að hægt verði að ráða til starfa fleiri lækna.

Þangað til sé fyrirséð að stór hópur fólks verði án heimilislæknis:

- Auglýsing -

„Í rauninni þá sitja þeir svolítið uppi með það að fá bara þá lækna sem eru lausir í hvert og eitt skipti. Þannig að það er að því leyti til aðeins öðruvísi þjónusta en þar sem maður hefur fastan heimilislækni. Þetta eru venjulega allt saman öflugir og góðir læknar. Þannig að menn eiga nú að fá þjónustu þó þeir séu ekki með fastan heimilislækni,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -