Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hefur mjólkað kýr í 80 ár og kannast ekki við kulnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Guðmundsson sem varð 88 ára í gær, hefur mjólkað kýr í 80 ár og fer út í fjós á hverjum degi, alla daga vikunnar.
Í viðtali við fréttastofu segist hann ekki finna fyrir kulnun í starfi, en viðtalið birtist einnig á Vísi.
„Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga“.

Guðni er bóndi á Þverlæk í Holtum og léttur á fæti þrátt fyrir háan aldur. Sonur Guðna hefur stærðarinnar kúabú á bænum.
Hann segir kýrnar allar sérstakar persónur og kemur það sérstaklega í ljós þegar þær eru í lausagöngu.

„Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni
Viðtalið við Guðna má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -