Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hegðun Sigurðar G. gagnvart fórnarlambi fordæmd: „Æji pabbi. Fær fólk til að álíta þig kvenhatara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem er þó verst við þessi skrif þín er að þau eru í engum takt við þann mann sem þú hefur að bera. Fær fólk til að álíta þig og kalla kvenhatara,“  segir Edda Sif Sigurðardóttir, um skrif föður síns, Sigurðar G. Guðjónssonar, og birtingu á lögregluskýrslum í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar gagnvart Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur sem Mannlíf upplýsti um á sínum tíma.

Facebook-færsla Sigurðar G. Guðjónssonar sem birt var í gærkvöldi og DV birti hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings og jafnvel fordæmingu. Á meðal þeirra sem fordæma birtinguna er dóttir hans, Edda Sif.

skjáskot af innleggi Eddu Sifjar Sigurðardóttur

„Æji, pabbi. Þessi færsla er hvorki þér né málstað Kolbeins til framdráttar,“ skrifar hún og endar með ráðgjöf til föður síns,

„Ég held þú ættir að endurskoða þessa færslu og setja fram á þann hátt sem sæmir þér‘‘

Sigurði Erni Hilmarssyni, formaður Lögmannafélags Íslands, var brugðið þegar hann las færsluna í morgun og skildi ekki hvernig lögmanni gæti dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn af þessu tagi á samfélagsmiðlum.
Auk þess sagðist hann ekki vita hvers vegna Sigurður G. hefði þessi gögn undir höndum.

- Auglýsing -

Sigurður Örn sagðist í samtali við Vísi ekki þekkja til málsins né hver aðkoma Sigurðar G. Guðjónssonar sé að málinu en þætti þetta einstaklega ósmekklegt, enda gegni lögmenn margskonar skyldum.

Sigurður G. taldi birtingu á lögregluskýrslunum ekki á gráu svæði og kvaðst ekki sjá nokkurn mun á hvort lögmaður eða blaðamaður segði frá. Auk þess sagðist hann ekki hafa haft nægilegt svigrúm til þess að lesa athugasemdir við Facebook innlegginu, eða ormagryfju eins og hann kallaði það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -