Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Heiða í Unun fagnar afmælinu með bókasafnsferð: „Það er ágætt fagn og sigur í því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er engin smá kanóna já og engin smá kona heldur. Söng og útvarpskonan Ragnheiður Eiríksdóttir eða Heiða í Unun eins og hún er oftast kölluð á 51 árs afmæli í dag, hvorki meira né minna.

Eins og gælunafnið segir til um var hún söngkona hinnar geysivinsælu hljómsveitar Ununar en frægðarsól þeirrar hljómsveitar skein hvað hæst á tíunda áratug síðustu aldar en lifir enn í útvarpinu og í hjörtum landsmanna. Unun er þó alls ekki eina bandið sem Heiða hefur verið viðriðin í gegnum árin en má þar nefna bönd eins og Heiða og heiðingjarnir, Hellvar, Dys, Ruddinn og Something Else. Flestir Íslendingar kannast við lög með henni á borð við Lög unga fólksins, Ástin dugir, Ást í viðlögum og Ég og heilinn minn svo fáein séu nefnd.

Heiða, sem er þekkt fyrir hressilega sviðsframkomu og sterka rödd starfar nú sem dagskrárgerðarkona á Rás 2 í bland við tónlistarsköpum. Þá hefur hún bæði BA og MA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Heiða í bláum kjól
Ljósmynd: discogs.com

En ætlar Heiða að fagna afmælinu með einhverjum hætti í dag? Já og nei.

„Ég er að lesa Freud því ég á að mæta í skólann klukkan þrjú í fjarnáminu,“ sagði Heiða hress í símann er Mannlíf sló á þráðinn til hennar en hún stundar nú upprifjunarnám í heimspeki en hún stefnir í doktorsnám í faginu á næstunni.

„Ég þarf að klára lesturinn fyrir klukkan þrjú, er að lesa alveg ótrúlega erfiða sálgreiningar sjúkrasögu sem heitir Dóra. Ödipusarduld og reðurtákn og ég veit ekki hvað og hvað, mjög áhugavert,“ sagði Heiða ennfremur og bætti við, „Svo er ég að hugsa um að fara á bókasafnið, skila bókum og taka nýjar.“

- Auglýsing -

Aðspurð hvort hún ætlaði sem sagt ekkert að fagna afmælinu sérstaklega svaraði Heiða því til bókasafnsleiðangurinn væri fín leið til að fagna deginum. „Jú, jú, er þetta ekki bara ágætis fagn? Ég meina, ég svaf til hádegis og ætla að halda mér við prógrammið sem ég hef búið mér til í Kóvitinu, að vera í skóla. Það er ágætt fagn og sigur í því. Svo elska ég bókasöfn þannig að ég er að hugsa mér að fara á bókasafnið og ná mér í einhverjar góðar bækur og kaupi mér kannski eitthvað að borða niðri í bæ.“

Mannlíf óskar hinni bráðskemmtilegu Heiðu innilega til lukku með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -