Heiða Rós nokkur, íbúi í Grafarvogi, lenti heldur betur í óþægilegu atviki í vikunni þegar að henni réðist stór hundur í lausagöngu. Hún segist vera með sár eftir árásina og hundurinn hennar Leó er í áfalli.
Heiða lýsir upplifun sinni inni í hverfisgrúbbu Grafarvogsbúa á Facebook. Hún er ósátt við eiganda árásarhundsins stóra og minnir alla íbúa hverfisins á að lausaganga hunda þar er bönnuð. „Þætti vænt um að fá að tala við eiganda hunds sem virtist vera stór íslenskur fjárhundur. Ég er á rölti með litla hundinn minn ásamt systur minni þegar við spottum manneskju með stórann hund aðeins frá okkur. Mér sýnist manneskjan vera að losa tauminn af hundinum og segi við systur mína, hvað er hún að gera? Er hún að losa hundinn? Og síðan augnabliki síðar kemur þessi stóri hundur á sprettinum urrandi og ræðst á mig og hundinn minn sem stóð alveg upp við mig,“ segir Heiða og bætir við:
„Ég næ að kippa mínum hundi upp í fangið á mér og þá stekkur þessi hundur upp á mig og reynir að ná hundinum mínum. Eigandinn reynir ekki einu sinni að kalla á hundinn sinn.
Eigandinn loksins kemur og tekur hundinn sinn í burtu, biðst ekki fyrirgefningar né athugar hvort það sé í lagi með okkur og strunsar í burtu. Ég er með sár eftir hundinn og er litli hundurinn minn traumatized eftir þetta, ég labbaði næstum alla leið heim með hann í fanginu þar sem hann vildi ekki labba.“
Fjölmargir íbúar hverfisins risu upp á afturlappirnar og fullyrtu að hér væri ekki íslenskur fjárhundur á ferðinni heldur hin illræmda hundategund Husky í staðinn. Hugrún Jósepsdóttir er ein þeirra. „Hefðir átt að hringja strax í lögguna því það er husky í Grafarvogi sem hefur verið að hoppa upp á fólk og bíta,“ segir Hugrún.