Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Heiðruðu minningu Freddies

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugvallarstarfsmenn á Heathrow sýna ótrúleg tilþrif.

Söngvarinn dáði Freddie Mercury hefði orðið 72 ára í gær ef hann hefði lifað. Af því tilefni tóku starfsmenn í farangurshleðslu á Heathrow flugvelli sig saman og æfðu dans við eitt af þekktustu lögum söngvarans I want to break free. Afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndbandi og það verður að segjast að starfsmennirnir leggja líf og sál í performansinn, farþegum á flugvellinum til ómældrar gleði.

Ástæðan fyrir þessu uppátæki starfsmannanna er sú að áður en frægðin barði á dyr hjá Freddy í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar vann hann um tíma við að hlaða farangri í flugvélar á Heathrow. Starfsmennirnir vildu minnast þess tímabils í lífi hans og lögðu hart að sér við að undirbúa uppákomuna, fengu meðal annars dansara úr bresku sjónvarpsþáttunum Strictly come dancing til að kenna sér sporin.

Starfsmennirnir í farangurshleðslunni eru ekki þeir einu sem heiðra minningu söngavans á Heathrow því þar hljóma eingöngu lög með Queen úr hátalarakerfinu auk þess sem flugfélagið British Airways býður öllum sem heita Freddie, Frederick eða Farrokh, sem var raunverulegt nafn söngvarans, að dvelja í biðsal fyrsta farrýmisfarþega án endurgjalds. Auk þess er á flugvellinum seldur ýmis varningur sem tengist Mercury.

Og fyrir þá sem aldrei fá nóg af Freddie Mercury má nefna að kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem byggir á ævi hans verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 24. október. Við getum ekki beðið en það má stytta sér biðina með því að horfa á þetta bráðskemmtilega myndband og dást að tilþrifum núverandi starfsmanna Heathrow.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -