Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Heiður og forréttindi að fá að fjalla um þessa listamenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónleikaröðin Brautryðjendur heldur áfram í Salnum í Kópavogi, en fjórðu tónleikarnir í röðinni verða haldnir 11. október. Á hverjum tónleikum er fjallað um þrjá brautryðjendur í óperusöng á Íslandi og farið verður yfir feril þeirra og sungið úr glæsilegri söngskrá þeirra.

„Hugmyndasmiður að tónleikaröðinni er pabbi minn, Ólafur B. Ólafsson píanó- og harmónikuleikari,“ segir Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, einn söngvara og aðstandenda tónleikanna.

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir

„Á hverjum tónleikum er fjallað um þrjá brautryðjendur í óperuflutningi á Íslandi, ástsæla söngvara. Núna eru það Kristinn Hallsson, Svala Nilsen og Guðmundur Guðjónsson, þau voru ástsælir og þjóðþekktir söngvarar í fremstu röð og tilheyrðu gullaldargenginu sem var á árunum 1945-1970 um það bil. Við reynum að velja þrjár ólíkar raddir og okkur fannst þau koma flott saman, bassbaritón, sópran og tenór.“

„Þarft að muna eftir þeim sem ruddu brautina fyrir okkur hin.“

Fyrri tónleikunum var afar vel tekið og segir Ingibjörg að aldurshópur áhorfenda sé breiður, þó að þeir í eldri kantinum séu fleiri. „Það er auðvitað þvílíkur fróðleikur á þessum tónleikum, því það er ekki bara verið að syngja, heldur einnig farið yfir sögu og lífshlaup þeirra. Yfir 100 myndum frá ferli þeirra er varpað upp á tjald sem bakgrunni. Það er Signý Sæmundsdóttir sem er kynnir á tónleikunum. Hún er sópransöngkona og syngur einnig með okkur.“

Auk Ingibjargar og Signýjar koma Oddur Arnþór Jónsson baritón, Egill Árni Pálsson tenór, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ólafur B. Ólafsson harmónikuleikari fram.

Listafólkið sem kemur fram á tónleikunum: Egill Árni, Ingibjörg Aldís, Oddur Arnþór, Hrönn, Ólafur Beinteinn, Signý.

Með fimmtu tónleikana í kollinum

„Það er heiður og forréttindi að fá að fjalla um þessa listamenn eins og við höfum verið að gera. Það er þarft að muna eftir þeim sem ruddu brautina fyrir okkur hin. Það má ekki gleyma þessum jöxlum sem stóðu vaktina áður, þeir bjuggu til menningarsögu Íslands og það má ekki gleyma henni. Við stefnum að því að gera Brautryðjendur 5 að ári og ætlum að klára tónleikaröðina með þeim. Okkur finnst við vera búin að fara yfir drjúgan hluta af brautryðjendahópnum. Síðan er hugmynd að fara í annað verkefni sem yrði á sambærilegum nótum, við í hópnum erum vön að vinna saman og langar að halda áfram samstarfi.“

- Auglýsing -

Miða á Brautryðjendur 4 má finna á salurinn.is og tix.is.

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -