Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Heiðurstengt ofbeldi þrífst á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmi um að fólk af ólíkum erlendum uppruna haldi uppi heiðri fjölskyldunnar með ofbeldi.

Höfundur / Linda Blöndal

„Hún bjó við mikið ofbeldi á heimili sínu, bæði af hendi föður og bróður síns. Allt frá því að hún var ung stúlka hafi hún og systkini hennar ekki mátt eiga íslenska vini heldur þurftu alltaf að koma beint heim eftir skóla og leika við krakka af sama uppruna. Hún var í vinnu og pabbi hennar tók af henni peningana hennar. Hún klæddi sig ekki og hagaði sér ekki eins og fjölskyldan vildi og það stóð til að gifta hana manni af sama uppruna.“

Heiðurstengd átök hjá fjölskyldum af erlendum uppruna eiga sér stað hér á landi. Ýktasta birtingamynd heiðurstengdra átaka eru svonefnd heiðursmorð sem af fréttist frá öðrum Norðurlöndum og víðar um heim. „Tími er kominn til að bera kennsl á þetta hér á landi,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, „þar sem þetta er íslenskur veruleiki. Það sem gerist annars staðar kemur líka hingað til lands, bara aðeins seinna,“ segir hún. Ráðstefna var haldin í vikunni þar sem tveir norskir sérfræðingar sögðu frá því hvernig bera má kennsl á slíkt ofbeldi og hvernig vinna megi gegn því.

Tími er kominn til að bera kennsl á þetta hér á landi.

Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða mannréttindabrot þegar heiður fjölskyldunnar er hærra settur en frelsi einstaklingsins. Edda segir að þarna sé stórfjölskyldan og heiður hennar allsráðandi og jafnvel þótt hún sé ekki á Íslandi, heldur bara hluti hennar.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir þessi dæmi oftar koma upp nú en kannski af því að starfskonur athvarfsins hafa augun betur opin fyrir þeim.

„Eins og þetta birtist okkur, fáum við konur til okkar sem hafa ekki haft neitt um það að segja hverjum þær giftast eða hvort þær gangi í hjónaband heldur er það fjölskyldan sem ákveður það. Ekki síður sjáum við konur sem hafa ekki val hvort þær fari úr hjónabandinu. Þær koma ekki bara vegna ofbeldis maka síns eða fyrrverandi maka, heldur vegna þess að upprunafjölskyldan eða tengdafjölskyldan þrýsti mjög á að konan haldi áfram í sambandinu og geri þeim ekki þá skömm að verða fráskilin kona,“ segir Sigþrúður.

- Auglýsing -
Sigþrúður Guðmundsdóttir.

„Þetta tengist þjóðarmenningu en minnst af öllu trú, þetta getur komið upp í öllum mögulegum trúarbrögðum. Þetta tengist þessu feðraveldi, styrk karla og styrk þeirra eldri.“

Þannig getur fjölskyldan verið upprunnin frá Miðausturlöndum jafnt sem Asíulöndum eða Austur-Evrópuríkjum.

Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Ásta Kristín Benediktsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis, segir dæmi um þetta koma inn á borð til sín: „Við sjáum þetta oft hjá fjölskyldum af erlendum uppruna. Eitt dæmið er af ungri stúlku sem leitaði til bráðamóttökunnar vegna sjálfsvígshættu. Þegar við fórum að ræða við hana kom í ljós að hún bjó við mikið ofbeldi á heimili sínu, bæði af hendi föður og bróður síns. Hún sagði frá því að allt frá því að hún var ung stúlka hafi hún og systkini hennar ekki mátt eiga íslenska vini heldur þurftu alltaf að koma beint heim eftir skóla og leika við krakka af sama uppruna. Hún var í vinnu og pabbi hennar tók af henni peningana hennar. Hún klæddi sig ekki og hagaði sér ekki eins og fjölskyldan vildi og það stóð til að gifta hana manni af sama uppruna.“

Eitt dæmið er af ungri stúlku sem leitaði til bráðamóttökunnar vegna sjálfsvígshættu.

- Auglýsing -

Annað dæmi er ung kona af erlendum uppruna sem hafði verið með fjölskyldu sinni í fríi erlendis. „Hún leitaði til Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli með barnið sitt. Hún hafði verið gift hingað til lands manni sem var samt af erlendum uppruna og hún talaði hvorki íslensku né ensku, hafði engin fjárráð og átti ekki samskipti við neinn nema fjölskylduna og var beitt ofbeldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -