Fast hefur verið skotið í báðar áttir í deilum ASÍ og hins nýstofnaða flugfélags Play. Drífa Snædal hefur sagt nei við Play og telur félagið stundi undirboð gagnvart starfsfólki. Play hefur aftekið það með öllu í yfirlýsingum og segir að leik að tölum sé að ræða.
Tvímenningarnir tókust harkalega á í útvarpsþættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær.
Ekkert gullsnið
Birgir sagði samning flugfreyja við Icelandair ekki vera neitt gullsnið að samningi, enda væri um að ræða tvö einkafyrirtæki sem stilltu starfsemi sinni upp með mismunandi hætti. Drífa svaraði því til að ASÍ hefði ekki fengið að sjá samnininn við Play fyrr en hann var sendur ríkissáttasemjara til staðfestingar. Þar væri um að ræða „lægstu laun sem við höfum séð“, þar sem takmarkað væri greitt í lífeyris- og tryggingasjóði og það „hefði ekki verið véfengt“.
Skítamix og hurðaskellur
Drífa segir um að ræða skítamix hjá Play og feli það það í sér aðför að kjörum allra.
„Þú getur ekki gert kjarasamning við einn eða tvo aðila og byrjað síðan að ráða fólk inn. Það gengur í berghögg við grundvallarskilgreiningu á stéttarfélögum. Það er ekki í hag launafólks þegar svona skítamix er í gangi og það felur í sér aðför að kjörum allra,“ sagði Drífa.
Birgir sagði í viðtalinu augljóst að ekki gangi að stærstu og virtustu launþegasamtök landsins dragi upp stóra sverðið, haldi því upp að hálsi nýs félags og reyni að neyða það til að fylgja að kjarasamningum Icelandair. Hann sagði fulltrúa FFÍ ekkert erindi eiga á fundi ASÍ og Play og bent á til staðfestingar að engar kröfur hefðu komið um aðkomu Félags íslenskra fulgmanna og svaraði Drífa því til að það væri vegna þess að FÍA væri ekki innan ASÍ.
Mikill hiti og framíköll var í báðum aðilum og átti Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi, í mestu erfiðleikum með að hafa hemil á þeim Birgi og Drífu. Þegar samtali lauk mátti heyra hurð skella með látum en ekki er vitað hvort þeirra var þar að verki.
Samtalið má hlusta á í heild sinni hér