Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

„Heilar fóru á fullt og lyklaborðin voru hömruð um allt Héraðið á síðasta degi fyrir samkomubann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungmennafélagið Þristur á Fljótsdalshéraði hefur í tilefni af samkomubanninu hrundið af stað átaksverkefninu Þristur blæs til leiks til að auðvelda fólki að stunda holla hreyfingu, útivist og huga að andlegri heilsu á þessum skrítnu tímum.

 

Að sögn Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur, sem situr í stjórn Þristar, kviknaði hugmyndin hjá einum félaga, meðan hann var á gönguskíðum, sem sendi skilaboð á nokkra aðra sem varð til þess að heilar fóru á fullt og lyklaborðin voru hömruð um allt Héraðið á síðasta degi fyrir samkomubann. „Hugmyndin mótaðist og þróaðis, fleiri bættust í hópinn og útkoman varð átaksverkefnið Þristur blæs til leiks,“ segir Elsa Guðný. Á Facebook-síðu Þristar er verkefninu lýst nánar.

Elsa Guðný Björgvinsdóttir, ritari Ungmennafélagsins Þristur.

„Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að huga að heilsunni, bæði líkamlegri og andlegri. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing og útivist styrkir ónæmiskerfið og dregur úr kvíða. Yfirstandandi samkomubann og takmörkum á skólastarfi hafa þó sett aðstæður margra úr skorðum, að ekki sé talað um þá sem þurfa að vera heima hjá sér í sóttkví. UMF Þristur ætlar að leggja sitt af mörkum til að auðvelda ykkur að stunda holla hreyfingu, útivist og huga að andlegri heilsu á þessum skrítnu tímum.

„Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að huga að heilsunni…“

Við munum fá til liðs við okkur fjölmarga aðila úr samfélaginu okkar og saman munum við koma með tillögur að hreyfingu, benda á staði í nágrenninu sem hægt er að nýta til útivistar, stinga upp á skemmtilegum verkefnum sem fjölskyldan getur leyst saman, setja inn andlegar og líkamlegar æfingar, benda á hlaðvörp og aðrar upplýsingar sem hægt er að nýta og svo framvegis og svo framvegis. Hver veit nema við skellum í einhvern skemmtilegan leik með veglegum vinningum.“

Fyrsta færslan er komin inn og hún er helguð þakklæti. „Það er hún Ásthildur Kristín Garðarsdóttir (hún Adda okkar), MA í jákvæðri sálfræði sem ætlar að fjalla um mikilvægi þakklætis og slökunnar,“ segir á Facebook-síðu Þristar.

Þristur blæs til leiks og fyrsta innslagið okkar er helgað þakklæti. Það er hún Ásthildur Kristín Garðarsdóttir (hún Adda okkar), MA í jákvæðri sálfræði sem ætlar að fjalla um mikilvægi þakklætis og slökunnar.Njótið óskaplega vel 😊Fyrir þá sem langar í meira er hægt að fylgjast með Ásthildi á Lífslyst: Jafnvægi og jákvæð samskipti, á Facebook og Instagram.Hvernig lítur þakklætislistinn þinn út í dag?#umf3 #þristurblæstilleiks

Posted by Þristur on Þriðjudagur, 17. mars 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -