Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Heilbrigðiseftirlitið skráði brot á lögum eða starfsleyfi í öllum eftirlitsferðum í Sælukot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir skýr brot á ákvæðum starfsleyfis eða laga í eftirlitsskýrslum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var aðeins ein eftirfylgniferð farin á leikskólann Sælukot frá árunum 2016 til 2021.

Mannlíf hefur síðustu vikur fjallað um leikskólann Sælukot en fyrsta umfjöllunin var frásögn móður barns við leikskólann. Kom upp grunur um að barnið hefði verið beitt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns og sagði móðirin frá málinu.
Í kjölfar umfjöllunar á leikskólanum hafa bæði foreldrar barna við leikskólann og fyrrverandi starfsfólk Sælukots sett sig í samband við Mannlíf og sagt sína upplifun og reynslu.

Þá segjast fyrrverandi starfsmenn ítrekað hafa tilkynnt að ástandið á leikskólanum væri slæmt og ekki farið þar eftir reglum er varða rekstur leikskóla. Auk þess hafi verið rætt við Reykjavíkurborg.

Þá er einróma skoðun fyrrverandi starfsmanna að stjórn leikskólans væri vandamálið.
Mikil mannekla hafi verið viðvarandi lengi og allt of mörg börn séu á hvern starfsmann. Þá segir fyrrverandi starfsmaður börnin oft vera eftirlitslaus vegna þess. Hægt væri að koma í veg fyrir óæskileg bit og slys ef starfsmenn væru fleiri.

Þá segja starfsmennirnir að stjórn leikskólans sinni ekki ábendingum sem henni berast er varða úrbætur. Sama hvort það varði leikskólalóð, samskipti, starfsfólk eða slysahættu.

Þá séu aðstæður við leikskólann slæmar, bæði innanhúss og utan.

Starfsmaður segir frá því að börn hafi hlaupið út af leikskólalóð og verið komin út á götu. Þetta átti sér stað fyrir fáeinum dögum en komust þau út um hlið sem ekki var nægilega vel gengið frá – þrátt fyrir margar ábendingar.

- Auglýsing -

Mannlíf setti sig í samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og óskaði eftir öllum eftirlitsskýrslum Sælukots frá árinu 2014–2021.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur árlegt eftirlit með leikskólum og kallast það reglubundið eftirlit.

Á skýrslunum frá árinu 2016-2021 var farið í reglubundið eftirlit á Sælukoti.

Allar skýrslur höfðu fleiri en eitt frávik en er hugtakið frávik skýrt í skýrslunni.
Frávik: Frávik eru skráð ef um er að ræða skýr brot á ákvæðum starfsleyfis eða laga og reglugerða er um starfsemina gilda. Um er að ræða frávik sem fylgt er sérstaklega eftir við eftirfylgni.

- Auglýsing -

Aðeins ein eftirfylgniferð var skráð, og var sú árið 2016.
Þá kemur hvergi fram að önnur eftirfylgniferð hafi átt sér stað þrátt fyrir að í skýringu á hugtakinu „frávik“ segi: „Um er að ræða frávik sem fylgt er sérstaklega eftir við eftirfylgni.“

Engar frekari skýringar hafa fengist frá Heilbrigðiseftirlitinu að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -