Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, upplýsti rétt í þessu á Twitter að hann hefði greinst smitaður af COVID-19 í gær. Upplýsingarnar koma í kjölfar yfirlýsingar Boris Johnson forsætisráðherra í morgun um að hann væri smitaður en sú yfirlýsing hefur valdið miklu fjaðrafoki í breskum fjölmiðlum og vakið spurningar um hverjir aðrir í ríkisstjórninni séu þá smitaðir af sjúkdómnum.
Hancock segir á Twitter að honum hafi verið ráðlagt að fara í próf eftir að hafa fengið væg einkenni sjúkdómsins og að niðurstaðan hafi reynst jákvæð. Segist ráðherrann vonast til að verða laus úr sjálfskipaðri einangrun á fimmtudaginn í næstu viku. Hann ítrekar síðan hversu lífsnauðsynlegt það sé að fólk fylgi fyrirmælum til að vernda heilbrigðisstarfsfólk og bjarga lífum.
Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.
I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating.
Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij
— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020