Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Heilbrigt viðhorf: „Launin mættu vera hærri en þau eru til staðar”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sé þetta allan hringinn, ég hef náttúrlega líka lesið inn bækur eftir sjálfan mig, og stóri plúsinn er: Þú eignast nýja lesendur. Það hefur allt í einu samband við mig fólk sem hefur aldrei lagt í hlunk minn um Halldór Laxness en það tekur heila vinnuviku í að hlusta á hann,” sagði Halldór Guðmundsson í bókmenntaþættinum Kiljunni í gær og bætir við:

„Það er mjög heilbrigt viðhorf höfunda að þeir fái vel greitt fyrir sína vinnu, en það er ákveðið greiðslukerfi þarna í gangi og þú getur alveg séð nákvæmlega hvernig er borgað fyrir þetta. Höfundarlaunin, án spurningar, mættu vera hærri, en þau eru til staðar.”

Nú er það jafnvel svo að höfundar og útgefendur gefa út bækur á stafrænu formi eingöngu, sem hefur orðið til þess að þeir skrifa fyrir hljóðformið. Halldór segir að slíkt hafi hrint af stað því sem kalla mætti sjálfstæða bókmenntastefnu, „audio first”.

„Og það sem er gott við þetta, plúsinn við þetta, er að það kemur fullt af bókum sem annars væru ekki, tekur ekki að endurprenta eða borgar sig ekki að endurprenta. Þarna eru þær komnar og eru þá til.”

Sprenging hefur orðið á undanförnum árum á útgáfu og hlustun hljóðbóka. Nú er svo komið að þriðjungur alls bókalesturs hér á landi er í formi hlustunar, sem gefur mögulega tilefni til þess að bókaskrif, ritlistin sjálf, séu hugsuð upp á nýtt. Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, segir að hljóðbókabyltingin hafi brotist út seinna en gert var ráð fyrir.

- Auglýsing -

Þegar straumhvörf urðu í tónlistarbransanum snemma á þessari öld og tónlist færðist á stafrænt form gerði fólk ráð fyrir að önnur eins bylting yrði í bókaútgáfu. Það varð þó ekki og segir Halldór því til sönnunar að árið 2017 hafi hér á landi komið út alls níu hljóðbækur, ef verk Hljóðbókasafnsins eru frátalin. Ári seinna, þegar innreið Storytel á bókamarkaðinn hófst, komu út 168 bækur. Í fyrra komu svo út 770 bækur.

Lélegt hlutskipti tónlistarmanna gagnvart útgefendum í nýju umhverfi streymisveitna er vel þekkt. Halldór segist viss um að Storytel, svo dæmi sé tekið, borgi nú ívið meira en Spotify, sem hann segir að séu „langverstir” þegar kemur að höfundarlaunum. Aðspurður segir hann að það sé margt jákvætt við að gera samning um útgáfu hljóðbóka.

Hér má horfa á Kiljuna frá því í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -