Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Heildarfjöldi farþega dregst saman um 54%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkomubann og ferðatakmarkanir vegna útbreiðslu COVID-19 hafði þau áhrif að farþegum Icelandair fækkaði verulega í mars. Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í mars var um 123 þúsund og dróst saman um 54% á milli ára.

Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir marsmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í gær.

Farþegar Icelandair til Íslands voru um 67 þúsund í mars, samanborið við 121 þúsund í mars í fyrra, og fækkaði því um 44%. Farþegum frá Íslandi fækkaði um 48% og tengifarþegum fækkaði um 68%. Heildarframboð minnkaði um 44% á milli ára.

Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 11 þúsund í marsmánuði og fækkaði um 51% á milli ára. Framboð minnkaði um 42% og var sætanýting 56.6% samanborið við 68.0% í mars 2019.

Fraktflutningar drógust saman en mun minna en farþegaflutningar í marsmánuði en á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -