Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Heillaðist af rómantískum hugmyndum um ábyrgðarlítið líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, kann sannarlega að meta góðar bókmenntir og Mannlíf kom því ekki að tómum kofanum þegar það bað Hafliða um að nefna þær bækur sem hafa haft einna mest áhrif á hann.

Hafliði segir að maður verði fyrir mestum áhrifum af þeim bókum sem maður les meðan hugur og hjarta eru hvað opnust, yfirleitt fyrir tvítugt. Auðvitað hafi fjölmargar bækur snert hann djúpt en það séu þrjár bækur sem koma fyrst upp í hugann.

„Bjargvættinn í grasinu hafði mikil áhrif á mig.“

„Fyrst ber að nefna Bjargvættinn í grasinu (Catcher in the Rye) eftir J.D. Salinger. Hún hafði mikil áhrif á mig, kannski fyrst og fremst að í Holden Caulfield upplifði ég sterka samsvörun. Rótlaus unglingur, fullur af innri togstreitu og óþreyju eftir að fá fullt vald yfir eigin lífi.

Lífsþorsti eftir Irving Stone.

Önnur bók sem hafði mikil áhrif á mig um svipað leyti og var Lífsþorsti eftir Irving Stone en sú bók fjallar um ævi hollenska málarans Vincent van Gogh. Ég las hana á svipuðum aldri uppfullur af rómantískum hugmyndum um frjálst og ábyrgðarlítið líf þar sem hverjum degi væri látin nægja sín þjáning.

 

„Glæpur og refsing eftir Dostojevskí tilvistarleg, heimspekileg og bókmenntaleg upplifun og orkaði sterkt á mig.“

Þriðja bókin sem ég vildi nefna er Glæpur og refsing eftir Dostojevskí. Áhrifamáttur hennar var kannski ekki jafnpersónulegur og hinna fyrri. Sú bók var tilvistarleg, heimspekileg og bókmenntaleg upplifun og orkaði sterkt á mig. Svo sterkt að ég er ekki viss um að ég þori að lesa hana aftur af ótta við að forherðing reynslunnar hafi svipt mig eiginleikanum til að upplifa bók jafnsterkt og ég upplifði hana á sínum tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -