Á Kársnesbraut 102 í Kópavogi má finna dýrustu hæð í húsi sem er á fasteignamarkaðinum í dag – sannkallað augnakonfekt.
Verðið er litlar 140.000.000 krónur, en stærðin er 351,6 fermetrar.
Á hæðinni er að finna fjögur herbergi, og svo margt annað.
„Stakfell fasteignasala kynnir í einkasölu vel staðsett 1756 fermetra íbúðarhúsnæði á einni hæð og 176 fermetra vinnustofu á sömu hæð við Kársnesbraut 102, Kópavogi.
Íbúðin er glæsileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni til norðurs á efri hæð, götuhæð við Kársnesbraut.
Eignirnar eru stutt frá fyrirhugaðri brú yfir Skerjafjörðinn.
Um er að ræða tvö fastanúmer, íbúð er 175,8fm og vinnustofa sem er 175,8fm.“