Nú, þegar jólahlaðborðin og árshátíðirnar eru allsráðandi, er gaman að vita hvað ber hæst í förðun. Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur hjá Yves Saint Laurent, deilir hér með okkur sínum uppáhaldsvörum en þar sem veturinn er kominn og minna af sólargeislum, leitar hún í meira þekjandi vörur og dimmari liti með góðri endingu.
„Top Secrets ULTRA MOISTURE frá YSL gefur einstaka og djúpa næringu þegar húðin þarfnast hennar hvað mest. Kremið vinnur einnig eins og farðagrunnur og gefur því ekki einungis raka og næringu heldur jafnar og þéttir yfirborð húðarinnar fyrir farða.“
„Teint Idole Ultra Wear-farðinn frá Lancôme er endingargóður og vel þekjandi. Ráð: Til að létta farðann og fá meiri næringu er gott að blanda Ultra Moisture-kreminu út í hann.“
„Naked Skin-hyljarinn frá Urban Decay er mjúkur með miðlungsþekju, hann gefur næringu, róar húðina og dregur úr þrota yfir daginn. Ráð: Notaðu hyljarann til að ramma inn augabrúnir og skerpa varalínu.“
„Couture Blush-kinnalitirnir frá YSL gefa frískan og fallegan lit til að lífga upp á förðunina. Ráð: Bleyttu aðeins upp í kinnalitnum þínum til þess að fá enn dýpri og skarpari lit, hann má einnig nota á augun.“
„Powder to Cream-augabrúnavaran frá Lancôme fyllir upp í og þéttir augabrúnirnar og endist frá morgni til kvölds.“
„Naked CHERRY-augnskuggapallettan frá Urban Decay er ein af mín uppáhalds núna. Tólf nýir rauðtóna litir, allt frá saneruðum bleikum tónum til mattra burgundy-lita.“
„Feline Black EXTRAVAGANZA-maskarinn frá Helena Rubinstein gefur mikla þykkt og mjög svartan lit. Fullkominn fyrir heillandi og dramatíska hátíðarförðun.“
„L’Absolu Rouge Drama Matte-varalitirnir frá Lancôme eru mattir, mjúkir og endingargóðir. Annað þarf ekki til að toppa lúkkið.“
„All Nighter Setting Sprey frá Urban Decay er svo alltaf nauðsyn, að mínu mati, til að festa förðunina og gefa henni yfir 16 klukkustunda endingu.“
Mynd af Björgu / Aldís Pálsdóttir