Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Heimatilbúna sprengjan fannst rétt við sendiherrabústað BNA: Órói í stjórnkerfinu og stíft fundað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Komið hefur í ljós að hluturinn sem fannst í ruslagámi í Mánatúni sé heimatilbúin sprengja.

Eins og kom fram í frétt Mannlífs í dag voru þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar í nótt.

Lögregla getur ekki veitt meiri upplýsingar um málið að svo stöddu: Samkvæmt lögreglu var sérsveitin  kölluð út eftir að torkennilegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni, eins og áður sagði.

Þrír voru handteknir um klukkan þrjú í nótt. Fréttablaðið greindi frá því í kvöld að sendiherrabústaður Bandaríkjanna væri í næsta húsi við gáminn; ekki liggur ljóst fyrir hvort sprengjan hefði mögulega verið ætluð sendiherranum, eða sendiráðinu og er rannsókn málsins á frumstigi og afar viðkvæm.

Samkvæmt heimildum Mannlífs var ríkisstjórninni mjög brugðið þegar fréttir bárust af fundi sprengjunnar svo nálægt sendiherrabústaðinum; var fundað nokkuð stíft í stjórnkerfinu langt fram eftir degi vegna mögulegra tengsla málsins við sendiherrabústaðinn.

Mannlíf mun fjalla meira um málið á morgun þegar fleiri upplýsingar liggja fyrir frá lögreglu og stjórnvöldum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -