Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Heimilar ræktun iðnaðarhamps – Tryggt að ekki verði ræktaðar plöntur sem valda vímu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt Lyfjastofnun undanþáguheimild sem gerir innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að Svandís hafi veitt heimildina með breytingu á reglugerð nr. 233/2001 með stoð í 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni.

Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%.

Í grein á vef ráðuneytisins segir að vaxandi áhugi hafi verið fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu umhverfisvæns byggingarefnis sem gæti komið í stað plasts.

Hingað til hefur óvissa verið uppi um hvort ræktun iðnaðarhamps standist íslensk lög.

Ein tegund kannabis

„Iðnaðarhampur er ein tegund kannabis en planta með því heiti er ýmsum kunn sem vímugjafi. Vímuvaldurinn í kannabis er virka innihaldsefnið THC sem auk þess að valda vímu er ávanabindandi. Iðnaðarhampur, þ.e. þau yrki kannabisplöntunar sem ræktuð eru til iðnaðarframleiðslu eru aftur á móti frábrugðin hefðbundnum yrkjum plöntunnar þar sem þau innihalda lítið sem ekkert af THC,“ segir á vef ráðuneytisins.

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að reglugerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun: „Ávana- og fíkniefnalöggjöfin hefur skýr markmið og tilgang sem fellur augljóslega að málefnasviðum heilbrigðisráðuneytisins. Það gerir sú ræktun sem hér um ræðir hins vegar ekki, að því gefnu að hún stangist ekki á við inntak og markmið þessara sömu laga“ er haft eftir ráðherra á vef ráðuneytisins. Hún segir því nauðsynlegt að skipa starfshóp til að koma þessum málum í farveg, ekki síst til að skýra lagagrundvöllinn og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps.

Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi við birtingu, eigi síðar en 21. apríl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -