Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Heimildarmynd um Michelle Obama væntanleg á Netflix

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Netflix hefur gert heimildarmynd um fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, þar sem henni er fylgt eftir í ferðalagi hennar til að kynna sjálfsævisögu sína, Becoming, sem selst hefur í tíu milljónum eintaka á heimsvísu. Í íslenskri þýðingu nefnist hún Verðandi og var gefin út af Sölku.

Í heimildarmyndinni er frú Obama fylgt eftir í heimsóknum til þrjátíu og fjögurra borga í þeim tilgangi að kynna bók sína, samkvæmt frétt á vefsíðu The Guardian. Leikstjóri er Nadia Hallgren og hún lofar einægri, sjaldgæfri og náinni innsýn í líf forsetafrúarinnar fyrrverandi í myndinni sem Netflix frumsýnir í Bandaríkjunum þann 6. maí.

Í tilkynningu sem Michelle Obama sendi frá sér vegna myndarinnar segir að hún voni að fólk finni gleði og stundarfrið við áhorf á myndina, á þessum erfiðu tímum þegar erfitt sé að finna fótfestu og von.

Leikstjórinn, Nadia Hallgren, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún talar um hversu erfitt sé að kvikmynda manneskju sem sé ukringd öryggisvörðum alla daga, en það hafi orðið til þess að flestar upptökurnar séu gerðar í litlum einkarýmum þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að hún og Michelle yrðu nánari. „Markmið mitt var að gera mynd um það sem hún er að gera núna,“ upplýsir Nadia. „Um hvernig hún horfir yfir allt líf sitt, ekki bara árin í Hvíta húsinu.“

Michelle Obama hefur síðustu tvö árin verið kosin aðdáunarverðasta kona Bandaríkjanna og þegar Joe Biden var nýverið spurður hvort hann gæti ekki valið hana sem meðframbjóðanda sinn sem varaforsetaefni í forsetakosningunum væntanlegu sagðist hann myndi velja hana samstundis ef hún gæfi kost á sér.

Nánar má lesa um myndina í frétt Guardian.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -