Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Heimilislækni líst ekki á blikuna eftir að Þórólfur dró í land: „Ég hef áhyggjur af framhaldinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er verulegt áhyggjuefni að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hafi komið Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra til varnar. Það er álit Freys Rúnarssonar heimilislæknis sem skrifaði í fyrradag pistil á Facebook sem vakti talsverða athygli líkt og Hringbraut greindi frá. Hann segir að Íslendingar verði hysja upp um sig buxurnar hvað varðar COVID-faraldurinn.

Myndir á samfélagsmiðlum sýndu að landsmenn væru ekki á varðbergi, líkt og mál Þórdísar Kolbrúnar ferðamálaráðherra er gott dæmi um þegar hún skellti sér á frægt Covid-djamm með vinkonum sínum. Freyr telur að Þórólfur hafa talað gegn eigin ráðleggingum í gær en þar sagði Þórólfur að tveggja metra reglan snerist bara um fólk sem þekktist ekki sín á milli. Þannig kom Þórólfur Þórdís til varnar en hún hafði hitt æskuvinkonur um helgina. Freyr spyr þá hvort 100 manna fermingarveisla sé í lagi, þar þekkist jú flestir.

Freyr vísar í frétt Fréttablaðsins um upplýsingafundi almannavarna og skrifar:

„Getur verið að stóri vandinn sé upplýsingaflæði? Veit fólk hvað tveggja metra reglan felur í sér? Ég verð amk að viðurkenna að eftir að ég las þessa frétt hér þar sem mér finnst sóttvarnarlæknir beinlínis tala gegn eigin ráðleggingum að nú er ég bara ekki viss hvað er verið að ráðleggja okkur?“

Freyr vísar svo í vef almannavarana . „Ég veit þó að inná vef Almannavarna stendur þetta orðrétt:

„Almenn nálægðartakmörkun. Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun andlitsgríma.“

- Auglýsing -

og þetta eru þær leiðbeiningar sem meika sens enda vel þekkt að SARS veiran smitast via útöndun. Nú virðist eiga að laga þetta eitthvað til? Tilviljun?,“ spyr Freyr.

Hann segist að lokum hafa verulegar áhyggjur af framhaldinu eftir þetta. „Skil ekki þessar pælingar…er þá 100 manna fermingarveisla bara í lagi…enginn þarf að spá í tveggja metra fjarlægð af því að um vini og vandamenn er að ræða svo lengi sem þau þekkjast sín á milli? Af því að hvað…þetta fólk getur ekki borið veiruna með sér? Ég hef áhyggjur af framhaldinu ef þetta eru skilaboðin!!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -