Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Heimir er með 4. stigs krabbamein: Áheitaboðsund honum til styrktar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimir Hilmarsson 53 ára, einstæður faðir fimm barna á aldrinum 5 – 26 ára, greindist með fjórða stigs lungnakrabbamein 20. desember, þá hafði meinið dreift sér í lærbein og gert honum ófært um að ganga.

Næstu helgi, 28. – 29. febrúar frá 18:00 – 18:00 ætlar hópur fólks að synda samfleytt boðsund í sólarhring og safna með því áheitum og stuðningi fyrir Heimi og börnin hans. Sundið fer fram í Sundhöll Hafnarfjarðar, Herjólfsgötu 10. Bæði er hægt að heita á hópinn ákveðinni upphæð á hvern kílómetra eða leggja upphæð að eigin vali inn á söfnunarreikning Heimis.

Reikningur og kennitala:
Reikningur númer: 0545-14-002499
Kennitala: 170766-5559

Áheit á hópinn og ánafna ákveðinni upphæð á hvern kílómetra:
Miðað við einn í lauginni í einu stefnir hópurinn á að synda að minnsta kosti 72 km.
Skráning áheita fer fram hér.

Heimir fimm barna faðir glímir við krabbamein
Mynd / Aðsend

Sjá einnig: Heimir einstæður fimm barna faðir glímir við 4. stigs lungnakrabbamein: Söfnunarreikningur stofnaður fyrir börnin

Þann 20. desember greindist Heimir með fjórða stigs lungnakrabbamein sem hafði dreift sér í lærbein og gert honum ófært um að ganga. Hann var búinn að fara nokkrum sinnum til læknis út af fætinum og öðrum verkjum en engar myndir voru teknar og hann var aðeins greindur með tognun á mjöðm og stoðkerfisverki, að sögn elstu dóttur hans.

- Auglýsing -

Þremur vikum fyrir jól var Heimir að fara með fimm ára dóttur sína á leikskólann, það var hálka úti, og Heimir rann á hausinn þegar hann ætlaði að fara inn í bílinn. Þar lá hann bjargarlaus í smástund, eða þar til dóttir hans skrúfaði niður rúðuna og spurði hann af hverju hann vildi ekki keyra sig í leikskólann. Þá staulaðist hann inn í bílinn og keyrði hana í leikskólann. Þar gat hann kallað á eina mömmuna sem var að koma með barnið sitt í leikskólann og beðið hana um að taka dóttur sína inn í leiðinni, eins og segir í viðburði sem stofnaður hefur verið um áheitasundið.

Viðburður á Facebook

Heimir varð sér úti um hækjur eftir þetta og gekk með þær í um þrjár vikur, en það gekk misvel. Þegar elsta dóttir hans kom frá Danmörku til að vera hjá honum um jólin, þá sá hún að það þyrfti að láta líta á hann og fóru þau því upp á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi þann 20. desember. Þar báðu þau um að það yrði tekin mynd af fætinum. Myndin sýndi meinvarp efst í lærbeininu og mjaðmarlið og fjögur brot í liðnum. Efsti partur lærleggs var því eins og egg með brotinni skurn sem ekki mátti við neinu. Næsta myndataka var lungnamynd sem sýndi æxli í vinstra lunganu sem eru upptökin að krabbameininu og það hefur einnig breiðst út í önnur bein svo sem rifbein, herðablað og viðbein. Krabbameinið er ekki skurðtækt en læknarnir ákváðu á aðfangadag að fjarlægja meinvarpið í mjöðminni og setja gervilið í staðinn svo að Heimir gæti gengið.

- Auglýsing -

Heimir, ásamt börnum sínum fimm og Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir, móðir elstu þriggja barnanna, ásamt tveimur yngri börnum hennar.
Mynd / Aðsend

Heimir var á spítalanum í 11 daga, en fékk að fara heim í leyfi á aðfangadagskvöld til að vera með fjölskyldunni. Hann fór svo í aðgerð á jóladag þar sem meinvarpinu var smúlað út og nýjum mjaðmarlið var komið fyrir. Á gamlársdag fór hann svo heim með nýja mjöðm og tilbúinn að hefja slaginn við „krabbamennina“ eins og fimm ára dóttir hans kallar meinið.

„Það sem er í stöðunni núna gegn krabbameininu er lyfjameðferð hjá Landspítalanum, jákvæðni, von og hugrekki og við biðjum Guð um styrk til að hjálpa honum og börnunum hans í gegnum þetta verkefni,“ segja þau sem standa að viðburðinum.

Fleira verður í boði en bara sundið og því er tilvalið að mæta og styrkja Heimi og börn hans og taka þátt í og/eða horfa á annað sem verður í boði.

Samhliða sundinu á laugardaginn ætlar Kraftur að vera með perluborð frá klukkan 14:00-18:00 þar sem fóki gefst kost á að styðja Kraft með því að perla armbönd.

Töframaðurinn John Thomas mun sýna töfrabrögð á sundlaugarbakkanum kl. 16:00 og 17:00 á laugardeginum. Akró Ísland sýnir listir sínar. Kaffi, vöfflur og fleira góðgæti verður til sölu.

John Thomas

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -