Eins og komið hefur fram þá vill Heimir Guðjónsson þjálfari Vals í knattspyrnu ekkert hafa með fyrrverandi landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson, sem á ár eftir af samningi sínum við Val.
Framtíð Hannesar Þórs sem markmanns er því í lausu lofti en hann hefur sagt að hann sé ekki reiðubúinn að leggja skóna á hilluna.
Líklegt er að mörg lið í efstu deild vilji fá Hannes Þór, en flest ráða ekki við þann launapakka sem honum fylgir.
„Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ svaraði Börkur og vitnaði þar í bíómyndina Leynilöggu sem Hannes Þór leikstýrir.„Hann er með samning við okkur og á meðan ekkert annað er í gangi þá verður hann hluti af okkar leikmannahóp. Svo geta hlutir breyst hratt í fótbolta sem og öðru,“ sagði Börkur.