Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

„Heimurinn er að breytast hratt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nýr heimur er að myndast í Asíu og reyndar um heim allan. Einu sinni lágu allir vegir til Rómar en núna liggja þeir til Peking,“ skrifar Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, meðal annars í pistil sinn um áform Kínverja um að auka uppbyggingu á vegum, höfnum og lestarkerfum.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

„Kínverjar vilja auka samvinnu með því að leggja efnahagslega vegi og belti eftir Silkileiðinni (One belt, One Road Policy). Árið 2017 skrifuðu 29 þjóðarleiðtogar undir viljayfirlýsingu til að efla frjáls og greið viðskipta í anda Nýju Silkileiðinni. Síðan hafa Kínverjar lagt fé í yfir 1000 verkefni í 49 löndum, vegir, hafnir, lestir og mannvirki sem eiga að tengja saman fólk, viðskipti og hugmyndafræði. Markmiðið er að tengjast 65 löndum þar sem nú býr ur á fimmta milljarður manna. Ísland tengist þessum áformum því kínversk stjórnvöld hafa kynnt stefnu sína um að tengja siglingar á norðurslóðum stefnunni um belti og braut.“

Árelía segir að nú sé tími til að „fræðast en ekki hræðast“.

„Heimurinn er að breytast hratt og besta leiðin til þess að taka þátt er ekki að hræðast heldur að fræðast. Samstarf bæði innan vébanda þjóða eins og samráðskerfi Norðurlandanna er dæmi um eða samstarf milli þjóða eins og í Asíu núna er líklegra til árangurs en ótti. Við Íslendingar þurfum á því að halda að efla samstarf bæði innan- og utanlands með það fyrir augum að fræðast en ekki hræðast.“

Pistil Árelíu má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -