Búast má við sumarblíðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Kemur fram á vef Veðurstofu Íslands að hiti geti farið upp í allt að sextán gráður. Á morgun og föstudag er búist við svipuðu veðri.
„Vaxandi austlæg átt, 5-13 m/s seinnipartinn, en 13-18 syðst á landinu. Skýjað en úrkomulítið, hiti víða 10 til 16 stig. Fer að rigna við suðurströndina seint um kvöldið.
Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13, en allhvass vindur á Suðausturlandi fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.“