Fjórtán ára grunnskólanemi, Hekla Bjartur Haralds, var tíu ára þegar hán uppgötvaði að hán væri hinsegin.
í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins, segir Hekla Bjartur frá því hvernig það var að koma út úr skápnum á unga aldri.
Það leið síðan ekki svo langur tími að Bjartur Hekla uppgötvaði að hán væri hvorki stelpa né stŕakur, og kom út sem kynsegin einstaklingur, sem en notar persónufornafnið hán.
Bjartur Hekla er með mikinn áhuga, nánast, ástríðu, fyrir málfenum hinseginfólks og vill vera fyrirmynd fyrir aðra hinsegin unglinga:
„Á þeim tíma vissi ég ekki hvað regnbogafáninn var. Við vorum með regnbogafána inni í stofu og fórum í gleðigönguna á hverju ári og ég vissi ekkert hvað það þýddi; vissi ekkert að það tengdist, af því að það heitir bara gleðigangan og maður er auðvitað bara glaður með regnboga,“ segir Bjartur.