Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hekla er tilbúin að gjósa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þensla í Heklu hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2000 en það árið var síðast gos í fjallinu. Þenslunni má líkja við kúlu á jarðskorpunni og er hún nú orðin um 30 km í þvermál. Samkvæmt vísbendingum má gera ráð fyrir að þrýstingurinn eigi upptök sín á um 15-20 kílómetra dýpi.

Eldfjallið Hekla gýs með stuttum fyrirvara sem gerir það vissulega varasamt að sögn Páls Einarsson jarðeðlisfræðings.

Árið 2006 var þenslan í Helku orðin jafn mikil og hún var rétt áður en síðasta gos hófst. Því hafi í raun mátt búast við Heklugosi síðustu fimmtán árin. Þrátt fyrir að fylgst sé með fjallinu þá gefi það ekki merki nema með mjög skömmum fyrirvara sagði Páll í viðtali við Morgunblaðið.
Gosið í Heklu árið 2000 var það átjánda síðan sögur hófust en var spáð fyrir um gosið aðeins fimmtán mínútum áður en það hófst það árið.

Viðtal Morgunblaðsins við Pál má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -