Fjölskyldumaðurinn og fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Ágúst H. Guðmundsson tekst af æðruleysi á við ólæknandi sjúkdóm.
Fjölskyldumaðurinn og fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Ágúst H. Guðmundsson var nýorðinn fimmtugur þegar hann greindist með hreyfitaugahrörnun, sem í daglegu tali er þekkt sem MND-sjúkdómurinn. Þessi glæsilegi maður sem alla tíð hafði verið heilsuhraustur segist fljótt hafa ákveðið að nýta veganestið sem hann hafði í gegnum árin gefið drengjum sem hann hefur þjálfað í körfubolta á Akureyri; hann fetaði veg jákvæðninnar til að takast á við áfallið. Yfir 300 manns ætla að hlaupa í nafni hans í Reykjavíkurmaraþoninu og segir hann ólýsanlegt að vita af þessum stuðningi.
Ágúst er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.