Helga Sæunn Árnadóttir segir að allar ungar konur á Íslandi verði að þekkja andlit Guðmundar Elísar Sigurvinssonar en hann var í fyrra dæmdur fyrir hrottalega árás á dóttur Helgu, Kamillu. Hún steig fram í september og vakti það talsverða athygli.
Helga Sæunn deilir á Facebook-síðu sinni mynd af honum og segir hún hann ganga lausan nú. „Um leið og ég óska ykkur gleði og vonandi góðu 2021 þá vil eg minna á að Guðmundur Elís Sigurvinsson Briem gengur laus þrátt fyrir síendurtekin brot á nálgunarbroti,“ skrifar Helga í nýárskveðju sinni.
Sjá einnig: Kamilla var föst með ofbeldismanni: „Ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu“
Guðmundur Elís var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir hina hrottafullu árás á Kamillu og sat aðeins inni í fimm mánuði. Kamilla sinni hlið í færslu á Instagram sem var upphaf umfjöllunar um málið. „Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf upp við hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd,“ s agði hún þar.
Móðir hennar, Helga Sæunn, biðlar til valdahafa í landinu í áramótakveðju sinni. Hún birtir svo myndina sem má sjá hér fyrir neðan. „Ég vil einnig minna ákæruvald og lögreglu á það að það er NÝ ÁKÆRA í skúffu hjá ykkur varðandi þennan viðbjóðslega ofbeldismann. Er ekki kominn tími á að birta honum ákæruna og loka hann inni?? Deilið að vild.“