Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er á því að þjóðin ráði hversu lengi forseti sitji í embætti. Segist hún vilja setja þjóðina sjálfa á stall, verði hún kosin. Þá finnst henni lifrapylsa með edikblöndu besti þorramaturinn.
Helga svaraði spurningalista Mannlífs en hér má sjá svörin:
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Við hliðina á manninum mínum 🙂
Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?
Þjóðin getur kosið nýjan forseta á fjögurra ára fresti. Það er ekki forsetans að ákveða hvað hann situr lengi.
Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?
Ég sé enga brýna þörf fyrir breytingar á stjórnskipan Íslands.
Hver er þinn uppáhaldsforseti?
Vigdís Finnbogadóttir.
Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?
Mér finnst það ekki.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?
Vigdís Finnbogadóttir, Iris Apfel og Ruth Baderginsburg.
Hver er uppáhaldstónlist þín?
Suðræn sveifla. Svo finnst mér voðalega gott að hlusta á það sem Gull-Bylgjan spilar fyrir mig.
Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?
Nei.
Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?
Já.
Hver var stærsta stundin í lífi þínu?
Fæðing barnanna okkar hjóna – allra þriggja.
Hver eru mestu vonbrigðin?
Ég hef verið það heppin að það eru engin stórkostleg vonbrigði sem sitja í mér.
Hótel jörð. Tómas Guðmundsson.
Aðventa, Gunnars Gunnarssonar.
Hvað er það besta við Ísland?
Náttúran og ferska loftið.
Já.
Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?
Að við vinnum saman að betra samfélagi.
Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?
Að vera þjónn þjóðarinnar. Setja sjálfan sig ekki á stall. Vera í lifandi sambandi við fólkið í landinu og láta hagsmuni almennings, áhyggjur og væntingar vera sitt leiðarljós.
Já. Best finnst mér lifrapylsa með edikblöndu.
Já ég er rómantísk. Það gerir lífið betra.
Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?
Ég hef síðustu átta ár í starfi forstjóra Persónuverndar varið friðhelgi einkalífs okkar allra. Ég hef varið það fyrir stórfyrirtækjum, sem ásælast viðkvæmar upplýsingar um heilsufar ykkar, fjármálastofnunum sem vilja dreifa upplýsingum um fjárhagsstöðu ykkar og menntastofnunum sem vilja safna upplýsingum um börnin ykkar í gegnum smáforrit í kennslustofunum. Þessi staðfesta mín hefur farið fyrir brjóstið á valdamiklu fólki á æðstu stöðum. Þannig hef ég meira að segja verið gagnrýnd af ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrir það eitt að fara að lögum.
Ef einhver er að hugsa um forsetann sem mikilvægan öryggisventil þá á erindi mitt ekki að vefjast fyrir neinum.
Sem forseti verð ég ekki samnefnari þjóðarinnar heldur þjónn hennar. Ég mun ekki setja sjálfa mig á stall heldur þjóðina.
Þess vegna verð ég í lifandi sambandi fólkið í landinu. Hagsmunir almennings, áhyggjur, öryggi og væntingar verða mitt leiðarljós.
Mannlíf lagði spurningalista fyrir þeim frambjóðendur sem náð hafa lágmarksfjölda meðmæla, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör frambjóðendanna vera birt á næstu vikum.