- Auglýsing -
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna ásamt Sölku Sól munu skemmta göngufólki við efsta tind Úlfarsfells á fimmtudaginn komandi, uppstigningardag. Gangan hefst kl. 18. Reiðmennirnir munu stíga á stokk um kl. 18:45.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/02/TF_LIF_Odd_Stefan-150x150.jpg)
Ljósmynd: lhg.is
Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn standa fyrir fjölskyldugöngunni sem er hluti af lýðheilsuátaki. Um er að ræða skemmtigöngu sem endar við rætur Stórahnúks á Úlfarsfelli þar sem sett hefur verið upp svið. Í þessari skemmtigöngu mun Ferðafélag Íslands heiðra þá göngufélaga sem gengið hafa mörg hundruð sinnum á Úlfarsfell.
![|](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/06/gudni_th_lowres_2508_14-2-150x150.jpg)
Mörg þúsund manns hafa tekið þátt í Úlfarsfellshátíðum Ferðafélags Íslands sem fela í sér frábært tækifæri til að eiga góða fjölskyldustund úti í náttúrunni og syngja sumarið í gang. þess er skemmst að minnast að Stuðmenn skemmtu á hátíðinni Úlfarsfell 1000. Yfir 2000 manns gengu þá á fjallið og hlýddu á tónlist og nutu þess að vera úti í íslenskri náttúru.
Heiðursgestur göngunnar verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem mun ávarpa göngugarpana. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sýnir listir sínar. Hér er hlekkur inn á viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið um að skrá sig. Gengið verður á fjallið frá fjórum stöðum, í Mosfellsbæ og Úlfarsárdal.