Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Helgi er með COVID-19: . „Svo missir maður bragðskynið, maður missir húmorinn, maður missir náttúruna og lífsviljann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Jóhannesson lögmaður og yfirlögfræðingur Landsvirkjunar er með COVID-19 kórónuveiruna. Í viðtali við Ísland vaknar á K100 í morgun hvetur hann fólk til að fara eftir settum reglum, og reyna að komast hjá því að smitast og smita aðra.

„Þetta er fjórtándi dagur sem ég er búinn að vera veikur og þetta er viðbjóður. Þannig að ég segi bara við fólk sem er ekki smitað: ekki reyna að vera með einhverja stæla. Farið bara eftir þessum reglum vegna þess að þið viljið ekki fá þetta. Þetta er algjör viðbjóður þessi pest,“ segir Helgi, sem er búinn að vera í einangrun í 14 daga.

„Málið er að ef ég hefði bara verið læstur inni hefði þetta verið í lagi. Ég er búinn að vera að óska eftir því að ég geti látið mér bara leiðast. En þessi pest er svo leiðinleg og manni líður svo illa að maður nýtur þess ekki að gera neitt,“ segir Helgi sem segir að allir haldi að hann sé bara að horfa á sjónvarpið og gera eitthvað. Það var loks á tíunda degi sem hann gat sest í sófann og horft á sjónvarp.

„En manni líður svo illa að maður getur ekki horft á sjónvarpið. Maður getur ekki lesið bók. Maður bara skelfur annaðhvort úr kvölum, kulda eða hita svo dögum skiptir. Svo heldur maður að maður sé að verða góður af því að hitinn lækkar eitthvað en þá kemur hann kannski bara aftur daginn eftir. Þannig að þetta er algjör viðbjóður,“ segir Helgi. „Svo missir maður bragðskynið, maður missir húmorinn, maður missir náttúruna og lífsviljann.“

„Það er fólk sem hefur orðið miklu veikara en ég en í alvöru, þó að það hljómi eins og maður sé alltaf að kvarta og kveina, það er ekkert grín að fá þetta,“ segir Helgi og biðlar til fólks sem er heima í sóttkví, en ekki veikir, um að hætta að kvarta.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -