Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Helgi gráti næst á Pizzunni: „Það vantaði sem sagt 50 prósent uppá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi nokkur var ekki par hrifinn af þjónustunni sem hann fékk á skyndibitastaðnum Pizzan nýverið. Honum finnst hann einfaldlega hafa verið illa svikinn á staðnum.

Helgi gerir upplifun sína að umtalsefni í fjölmennum hópi matgæðinga á Facebook, Matartips. Þar segir hann:

Helgi brá tommustokknum á pizzuna.

„VÖRUSVIK. Pantaði 16 tommu pizzu á Pizzan. Sótti hana og sá strax að hún var engar 16 tommur. Þegar ég fann að þessu við yfirmann sagði hann ÞETTA ERU 16 tommur og ekkert röfl. Sló á hana tommustokk þegar ég kom heim og hún reyndist 13 tommur. Það sem sagt vantaði 50% uppá að hún væri það sem ég borgaði fyrir. Hafa aðrir svipaða reynslu af PIZZAN?“

Fjölmargir úr hópnum lýsa yfir óánægju sinni með þessa frásögn Helga. Emma nokkur virðist hafa lent í svipuðu hjá Pizzunni. „Ok vá gott að vita að ég er ekki sú eina sem hefur mælt pizzu. Fjölskyldan pantaði nokkrar frá Pizzunni um daginn og allar komu þær pínulitlar og voru því ekki nægur matur,“ segir Emma.

Birgir hefur svipaðu sögu að segja. „Sama hér. Pantaði i vikunni stóra Pizzu og hún var ca 12”-13”. Alveg hreint óþolandi svona dæmi,“ segir Birgir. Það gerir Sunna líka. „Lenti í sama fyrir ekki of löngu. Er hætt viđskiptum viđ pizzuna, manneskjan sem svarađi símanum var ansi dónaleg. Manneskjan bađ okkur um ađ vigta pizzuna og sagđi þađ er sko miđađ viđ þyngd ekki stærđ,“ segir Sunna.
Sigrún hefur hins vegar verið ánægð með Pizzuna og biður Helga um að hætta þessu væli.  „Ótrúlegt hvað það er hægt að væla yfir og úthúða á netinu! Mistök gerast á hverjum einasta veitingastað! Ég versla mikið við Pizzuna og fæ alltaf gómsætar pizzur!, segir Sigrún ákveðin.
Og Róbert tekur undir. „OMG! þessi grúppa er orðin svo leiðinleg því það er bara verið að væla yfir tittlingaskít. Hverjum er ekki rassgat sama um einhverja fucking pizzu og hvort að hún sé ekki 16 tommur eða eitthvað,“ segir Róbert.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -