Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Helgi Hrafn segir íhaldsemi dyggð á Alþingi „með hálf trúarlegu ívafi.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þegar flokkar eru lengi við völd þá venjast þeir fyrirkomulaginu sem er og vilja allra síst breyta því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eldhúsdagsumræðum. Hann sagði íhaldssemi beinlínis dyggð á Alþingi „með hálf trúarlegu ívafi.“

Helgi sagði íhaldssemi þingsins svo mikla að hún væri hreinlega hlægileg. „Það eru ekki mörg ár síðan það þurfti í alvörunni talað, í fúlustu alvöru, að rökræða hvort heimila ætti tölvur í þingsal.“ Hann fagnaði því að nokkrir þingmenn í salnum flissi við þessa umræðu.

Hann sagði þægindaramma íhaldsmenningarinnar  á Alþingi gera að verkum að margar tillögur til umbóta væru „út úr kortinu.“ „Nokkrar einfaldar hugmyndir til að koma salnum aðeins í stuð. Gera þingmönnum kleyft að nota glærur í ræðum sínum. Úthluta sætum eftir þingflokkum frekar en af handahófi. Byggja nýjan þingsal þannig að nútíma verkfæri komist fyrir í honum og jú þingmennirnir sjálfir.“ Helgi sagðist aðeins nefna þessar „blásaklausu hugmyndir“ til vekja athygli á því að þær yrðu varla íhugaðar. „Þetta eru einungis einföld praktísk atriði sem skipta engu máli í stóra samhenginu.“

Þingmaðurinn sagði íhaldssemina einnig ráða för þegar komi að stórum og mikilvægum breytingum. „Eins og að aðskilja framkvæmdavald og löggjafarvald, láta þingið kjósa forsætisráðherra og láta ráðherra bera ábyrgð á sínum ráðherrum, skilda þingið til að fjalla um mál að frumkvæði kjósenda og setja stjórnarskrársamhæfni inn í löggjafaferlið sjálft.“ Hann benti á stjórnarskrárfrumvarpið sem Píratar hafa lagt fram sem góðar, einfaldar og ódýrar hugmyndir sem gætu bætt alþingi og samfélagið.

„Það er löngu er orðið alvarlegt hversu lítils trausts ALþingi nýtur í samfélaginu. þingmenn geta kennt því um sem pirrar þá sjálfa hverju sinni. Málþófi Miðflokksins eða klæðaburði Pírata. Það er ekki málið heldur miklu fremur hvernig rótgróin og háheilög íhaldssemin heldur aftur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. þessi sjúklega forneskju- og hefðadýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -