Katrín Lóa Kristrúnardóttir segir að Helgi Vilhjálmsson, Helgi í Góu, hafi ítrekað áreitt sig kynferðislega eftir að Helgi lánaði henni 5 milljónir króna upp í útborgun á íbúð.
Katrín Lóa sagði sögu sína í þættinum Eigin konur; hlaðvarpi fjölmiðlakonunnar Eddu Falak.
Það er Stundin sem sagði fyrst frá málinu; en miðillinn birtir líka yfirlýsingu frá Helga þar sem hann segist hafa gert mistök í samningi sínum við Katrínu Lóu; biðst afsökunar á framferði og framkomu sinnis.
Kemur fram að Katrín Lóa segir áreitnina hafa byrjað árið fyrir um fjórum árum síðan, þá er hún vann í sjoppu í eigu Helga, Skalla á Selfossi.
Katrín Lóa segir áreitnina hafa staðið yfir í um það bil eitt og hálft ár; hún hafi svo sagt upp störfum nokkrum mánuðum eftir að Helgi hætti að áreita hana; hafði Katrín Lóa heyrt að Helgi lánaði starfsfólki sínu stundum fyrir íbúðarkaupum, sem yrði síðar dregið af launum þeirra.
Katrínu Lóu bauðst slíkt lán og þáði hún það.
Hún segir að greiðslurnar hafi borist beint frá Helga – ekki fyrirtækinu.
Og að ekki hafi verið til formlegur samningur um lánið; aðeins munnlegur samningur.
Aðeins viku eftir að Katrín Lóa skrifaði undir kaupsamninginn segir hún Helga hafa brotið á sér; segir meint brot hafa gerst í sjoppunni, inni á skrifstofu eftir eina vaktina.
Segir Katrín Lóa Helga hafa komið inn og sett hendur inn á bol hennar.
Helgi sendi yfirlýsingu til Stundarinnar þar sem hann biðst afsökunar á framferði sínu.
Katrín Lóa segir meðal annars í viðtalinu:
„Svo reif hann bolinn upp, og ég var ekki í topp; þetta voru þröngir vinnubolir – ég var bara á brjóstunum innanundir. Þarna sat ég og var bara í sjokki.“
Bróðir Katrínar Lóu, Heimir Ingi, staðfestir frásögn hennar við Stundina; en hann var einnig að vinna í sjoppunni Skalla þetta kvöld.
Segir hann Katrínu Lóu hafa brotnað algjörlega niður og greint frá því hvað gerðist. Katrín Lóa segir að hún hafi upplifað að hún gæti ekkert gert þar sem hann hafi nýverið veitt henni lán til íbúðakaupa:
„Hann var samt ekki að kaupa rétt á mér þótt hann hafi lánað mér pening,“ sagði Katrín Lóa.
Þegar hún reyndi að tala við Helga um áreitnina hafi hann sagt að „það mætti ekkert í dag.“
Katrín Lóa segir að þessi ítrekaða áreitni Helga hafa haft slæm áhrif á hana; hún hafi glímt við kvíða, þunglyndi sem og sjálfsvígshugsanir:
„Alltaf þegar ég kom heim á kvöldin þá brotnaði ég niður. Grét mig í svefn þegar mér tókst að sofna. Og ef það eru einhverjar þarna úti sem hafa lent í honum og hafa aldrei talað um það, þá kannski hjálpar þetta þeim.“