Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Helgi Magnússon um íslenska pólitík: „Er þetta ekki að verða ein allsherjar moðsuða?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Magnússon, athafnamaður og stjórnarformaður Torgs, var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald árið 1986 þegar hann var sjálfstætt starfandi endurskoðandi, meðal annars fyrir Hafskip. Hann er í dag einn farsælasti fjárfestir landsins. Helgi talar meðal annars um íslenska pólitík í viðtali við Reyni Traustason.

„Ég bara veit það ekki, ég spekúlera ekkert í því. Ég sé ekki nein merki þess að hann sé að breyta til, nú mynda menn þessa ríkisstjórn og þetta er í annað skiptið sem mynduð er ríkisstjórn sem fer yfir allt sviðið. Sjálfstæðiflokkurinn hefur verið til hægri, Framsókn í miðjunni, alltaf tilbúinn að vinna með hverjum sem er, tilbúin að tryggja sér völd og svo hafa sósíalistarnir verið lengst til vinstri og nú er allt sviðið undir. Það voru ákveðnar afsakanir fyrir því fyrir fjórum árum, það var eitthvað til í því en það eru engar afsakanir fyrir því núna,“ sagði Helgi aðspurður út í það hvort hann eigi einhverja von um að Sjálfstæðisflokkurinn nái að rétta kúrsinn. Hann hélt svo áfram.

„Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn þurftu ekkert að mynda stjórn eða gerast klappstýrur fyrir formann Vinstri Grænna, það var algjör óþarfi. Það er bara það sem þeir vilja og þá getum við spurt, eru stjórnmálin hér á Íslandi, er þetta ekki að verða ein alsherjar moðsuða? Þeir eru búnir að koma sér saman um að borga úr ríkissjóði 800 milljónir á ári í styrki til flokkana og þeir mynda ríkisstjórn sem að tekur í rauninni á neinni pólitík, tekur bara allt sviðið.“

Helgi minnist næst á vinsæla persónu úr smiðju Ladda, Martein Mosdal sem hann sagði hafa verið „á móti allri samkeppni og hann vildi bara ríkislímonaði, enga samkeppni í því. Og hann vildi bara ríkisflokk, einn flokk, það þarf ekki marga, bara einn flokk. Og þá getur maður spurt, þegar ríkið er farið að kosta flokkana, á þá bara ekki að vera einn ríkisflokkur? Á ekki að sameina þetta allt saman? Myndir það ekki auðvelda líf okkar allra?“

Allt hlaðvarpsviðtalið við Helga er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -