Helgi Seljan hefur störf á Stundinni en greindu þau frá því nú rétt í þessu. Helgi hafði áður sent frá sér tilkynningu um starfslok hjá Ríkisútvarpinu til samstarfsfólks síns. Helgi verður rannsóknaritstjóri við hlið Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, sem verður aðalritstjóri.
Missir Ríkisútvarpsins á Helga er mikill enda hefur Helgi margsinnis hlotið verðlaun fyrir vel unnin störf í fjölmiðlum.
Aðalsteinn Kjartansson var áður kominn til starfa hjá Stundinni en bætist nú Helgi Seljan í hóp þeirra. Þeir stóðu báðir í fremstu víglínu við að upplýsa um Samherjamálið. Nú eru allir þeir starfsmenn Kveiks sem stóðu fremstir í Samherjamálinu hættir á RÚV.
Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun Stundarinnar í janúar 2015 hafa ritstjórar verið tveir, en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri.