- Auglýsing -
Loka hefur þurft Hellisheiði frá Hveragerði og upp Kambana vegna elds sem kviknaði í snjóruðningstæki.
Slökkvistarfi er við það að vera lokið að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, en mikill reykur er á vettvangi að hans sögn.
Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki vegna eldsvoðans.
Hægt er að sjá myndband sem Steinar Davíðsson sendi af eldsvoðanum í frétt RÚV.