Í gærkvöldi var hellusteini kastað inn um rúðu veitingastaðar í miðbænum og lenti steininn á enni viðskiptavinar sem þar var inni. Um klukkan 21.30 var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til vegna málsins og var hinn slasaði þá alblóðugur þegar lögregla mætti á staðinn en gerandinn farinn af vettvangi.
Tveir menn voru handteknir í póstnúmerinu 104 grunaðir vörslu fíkniefna og þannig um brot á lyfjalögum og vörslu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Þá var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um innbrot og þjófnað.
Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn í gærkvöldi sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.