Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Helmings­líkur á því að veiran sé komin út um allt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

For­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar segir að helmingslíkur séu á því að kórónaveira sé komin um allt á Íslandi í ljósi fregna af smitum sem komu upp á Rey Cup fót­bolta­mótinu í Laugar­dal um síðustu helgi. Hann vill að gripið verði til harðari aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar áður en skólar hefjast.

„Á­stæðan fyrir því að við ætlum að rjúka af stað á morgun og fara að skima í sam­fé­laginu al­mennt er sú að þetta lítur þannig út, frá mínum bæjar­dyrum séð, að það eru svona helmings­líkur á því að þetta er búið að fara út um allt annars vegar og hins vegar að þetta sé bara bundið við þessa fáu hópa.“

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, í samtali við Fréttablaðið. Segir hann mikilvægt að hefta úbtreiðslu kórónaveirunnar áður en skólar hefjast eftir þrjár vikur. „Við verðum að koma blessuðu börnunum í skólann. Þannig við ætlum að búa okkur undir það versta og vona það besta. Við ætlum að leggja okkur fram eins og við getum við að skima í slembi­úr­taki úr sam­fé­laginu og skima í kringum þetta fólk sem hefur smitast.“

Hann segir viðbúið að aðilar innan ferðaþjónustunnar kveinki sér ef landamærunum verður lokað aftur tímabundið. Það sé ferðaþjónustinni hins vegar fyrir bestu. Ef ekki er gripið til aðgerða núna sé viðbúið að loka þurfi landinu til lengri tíma.

Íslensk erfða­greining mun, að eigin frumkvæði, byrja að skima aftur fyrir veirunni núna í morgunsárið. Að sögn Kára ætlar fyrir­tækið að leggja sitt að mörkum svo „þetta náist aftur á sinn stað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -