Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Helmingur grunn­skóla á Íslandi bannar símanotkun nemenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grunn­skól­ar lands­ins, er svöruðu í könn­un, segj­a að þeir hafi sett sér ein­hverj­ar regl­ur um síma­notk­un nem­enda – en þetta kom fyrst fram á mbl.is.

Í 45% grunn­skóla á Íslandi eru sím­ar bannaðir; al­geng­ast er þó að síma­notk­un sé leyfð með tak­mörk­un­um í skól­um.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum könn­un­ar er Umboðsmaður barna sendi til allra 174 grunn­skóla lands­ins í lok ág­úst á þessu ári.

Alls bár­ust svör frá 126 skól­um og greint er frá niður­stöðunum á vefsíðu Umboðsmanns barna:

„Þegar spurt var um hvort regl­ur væru í skól­an­um um síma­notk­un svöruðu all­ir því ját­andi. Þegar hins veg­ar var spurt um hvort sím­ar væru leyfðir í skól­um svaraði tæp­ur helm­ing­ur því neit­andi, flest­ir skól­ar leyfðu þó síma með tak­mörk­un­um,“ seg­ir í frétt Umboðsmanns barna.

Fram kom að er spurt var um fyr­ir hvaða ald­ur sím­ar væru leyfðir kom í ljós að flest­ir skól­ar eru með strang­ari regl­ur eða síma­bann fyr­ir nem­end­ur í yngri bekkj­um grunn­skóla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -