Annar eigandi og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin Konur, Fjóla Sigurðardóttir, hefur ákveðið að hætta í hlaðvarpinu, en þessu greinir hún frá í færslu á Instagram-síðu sinni.
Fjóla hefur stýrt þættinum ásamt Eddu Falak – hinum eiganda og stofnanda hlaðvarpsins.
Ekki er langt síðan fyrsti þátturinn fór í „loftið“ – í mars á þessu ári og hefur hlaðvarpið notið gríðarlegra vinsælda.
Fjólu þakkar fyrir sig á Instagram og þakkar hún einnig viðmælendum og hlustendum fyrir alla þá góðu upplifun sem hún hefur orðið fyrir við gerð þáttanna:
„Það voru þið sem létu mig aldrei missa trú á því sem ég var að gera. Ég vil að við höldum áfram að trúa, á okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Ég mun aldrei hætta að trúa.“
Ekki er vitað af hverju Fjóla er að hætta, en það á eflaust eftir að koma í ljós. Edda Falak mun halda áfram með hlaðvarpið.
Athygli hefur vakið að Fjóla minnist ekkert á Eddu á Instagram og þá hefur Edda ekkert kvatt Fjólu á samfélagsmiðlum; hvorugar hafa því í raun minnst á hvor aðra, og mikill orðrómur fer nú sem eldur í sinu að ástæðan fyrir brotthvarfi Fjólu sé ósætti á milli hennar og Eddu, en það hefur Mannlífi ekki tekist að sannreyna.