Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Hélt hún yrði fyrir aðkasti vegna bænaboxins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jessica LoMonaco er frá New York og hefur búið á Íslandi undanfarin fimm ár ásamt íslenskum eiginmanni og tveimur börnum þeirra. Móðir Jessicu er gyðingur og faðir hennar kaþólskur og hún segist skilgreina sig menningarlega sem gyðing, þótt hún sé ekki virk í trúnni.

Jessica, sem er í forsvíðuviðtali Mannlífs sem kom út í gær, segist ekki hafa orðið fyrir áreiti persónulega fyrir það að vera gyðingur, en hún hafi þó lent í snörpum umræðum á samfélagsmiðlum vina sinna sem ekki vissu að hún var gyðingur.

„Flestir vita ekki að ég er gyðingur, svo ég hef ekki orðið fyrir neinum leiðindum,“ segir hún. „Ég lít ekki út fyrir að vera gyðingur, veit svo sem ekki hvort það er eitthvert sérstakt gyðinglegt útlit til. Ég leyni því ekkert en ég tilkynni það heldur ekki svo að margir vina minna vita ekki að ég er gyðingur þannig að þegar vinur minn póstaði einhverju um það á samfélagsmiðlum hvað gyðingarnir væru að gera í Ísrael tók ég þátt í þeirri umræðu og lenti í mjög löngum þrætum við alls konar fólk um að það væri ekki í lagi að setja þetta svona fram. Það að setja mig í sama kassa og fólk sem ég tengdist ekki neitt, bara vegna þess að ég er gyðingur væri ógnvekjandi og hættulegt.“

Jessica heldur áfram.

„Það er töluvert rótgróið gyðingahatur hér, þótt fólk vilji kannski ekki kannast við það og maður fer varlega. Við erum til dæmis með bænabox á dyrunum hjá okkur og ég hef stundum verið hrædd um að við lentum í aðkasti út af því, en svo uppgötvaði ég að það veit enginn á Íslandi hvað það merkir svo ég slappaði af og tók það ekki niður. En það var samt óþægilegt að upplifa þessa tilfinningu. Að einhver gæti verið á móti mér bara vegna þess úr hvaða menningarheimi ég kem. Ég held að það þurfi nauðsynlega að auka menntun um þessi efni í íslenska skólakerfinu. Og flest af því fólki sem kemur með svona fordómafullar yfirlýsingar hugsar ekkert út í það hvað það er að segja. Mest af þessum fordómum er bara vanþekking sem er svo mikill óþarfi, því Ísland hefur alla burði til að gefa öllum menningarheimum rými og byggja upp alvörufjölmenningarsamfélag.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -