Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Hér hef ég átt ævintýralegt líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mats Wibe Lund heillaðist ungur af Íslandi og hefur í gegnum tíðina tekið ótal ljósmyndir af íslensku mannlífi og náttúru.

Þessa stundina stendur yfir ljósmyndasýning í Norræna húsinu eftir norska ljósmyndarann Mats Wibe Lund. Á sýningunni er 53 ljósmyndir sem Mats hefur tekið á yfir 60 ára ferli sínum sem ljósmyndari.

Í bókinni Frjáls eins og fuglinn rekur Mats feril sinn.

Ísland hefur lengi verið Mats hugleikið og á hann nú stórt safn mynda sem teknar eru hér á landi, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi.

Í inngangsorðum í bók hans segir meðal annars: „Ég tók ungur ástfóstri við Ísland og fluttist aðkominn hingað 1966. Hér hef ég átt ævintýralegt líf sem mig hefur lengi langað til að rifja upp og festa á blað.“

Mats kom fyrst til Íslands sumarið 1954. Hann rifjar upp þessa fyrstu heimsókn í bók sinni. „Það var mjög áhrifamikil stund þegar ég sá Öræfajökul rísa úr sæ í kvöldsólinni. Ég býst við að ég hafi þá þegar orðinn bergnuminn af landinu sem síðar átti eftir að verð heimili mitt í meira en hálfa öld.“

Mats hefur tekið afar fjölbreyttar myndir á ferli sínum.

Á sýningunni kynnir Mats einnig nýútgefna bók sína Frjáls eins og fuglinn þar sem ljósmyndaferill hans er rakinn í myndum og máli.

Þess má geta að ljósmyndasýning Mats í Norræna húsinu lýkur á sunnudaginn. Safnið er opið virka daga frá 14.00-18.00 og um helgar frá klukkan 10.00 til 17.00. Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

- Auglýsing -

Myndir / Af vef Mats Wibe Lund

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -