Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Hera fór frá Texas til Ástralíu: „Er að fara að gefa út nýtt lag á næstunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir á afmæli, einmitt í dag. Árið sem hún fæddist var 1983 sem þýðir að hún er 39 ára í dag.

Hera, sem flutti til Nýja Sjálands er hún var 13 ára gömul, vakti fyrst athygli þegar hún gaf út fyrstu plötu sína, Homemade, aðeins 16 ára gömul. Plöturnar sem fylgdu, Not So Sweet árið 2001 og Not Your Type! árið 2002, skutu henni svo rækilega upp á stjörnuhimininn en árið 2002 var hún valin besta söngkonan á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Hera hefur alls gefið út sjö plötur, þá síðustu árið 2020 sem bar heitið Hera. Hefur hún verið dugleg að heimsækja Ísland, bæði til að hitta vini og ættingja og halda tónleika. Í gegnum árin hefur einnig hún hitað upp fyrir heimsfræga listamenn á borð við Nick Cave og Joe Cocker heitinn.

Mannlíf heyrði í Heru en hún er stödd í Christchurch á Nýja Sjálandi og því afmælisdagurinn hennar liðinn þó hann sé rétt að byrja hér á landi, þannig séð.

Blaðamaður Mannlífs: Hélstu upp á daginn og þá hvernig? Já og hvað er að frétta annars?

Hera: „Er staðsett á Nýja Sjálandi eins og er og hélt upp á daginn með fjöskyldu og vinum hér, var að koma frá Austin Texas í vikunni en var þar að spila á SXSW tónlistarhátíðinni og er að fara að gefa út nýtt lag á næstunni, að vinna með Barða Jóhannssyni á Íslandi og tónlistarmönnum hér á Nýja Sjálandi þar sem ég hef verið að túra yfir sumarið hér.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Heru innilega til lukku með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -