Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir, nú þekkt undir nafninu Hera Hilmar, er búin að landa hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Romanoffs sem frumsýndir verða á Amazon Prime í ár. Vefsíðan Deadline segir frá þessu.
The Romanoffs kemur úr smiðju Matthew Weiner, höfundar þáttanna Mad Men sem nutu gríðarlegra vinsælda og sópuðu til sín verðlauna. Hera leikur konuna Ondine, samkvæmt frétt Deadline, í þætti sem heitir The One That Holds Everything. Er Ondine lýst sem glæsilegri veru sem er fær um voðaverk.
The Romanoffs eru byggðir upp á mismunandi sögum af fólki sem telur sig vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar. Meðal annarra leikara í seríunni eru Diane Lane, Aaron Eckhart, Isabelle Huppert, Marthe Keller, Christina Hendricks, John Slattery, Jack Huston og Amanda Peet.
Það er því nóg að gera hjá Heru og rís fræðgarsól hennar hátt, en hún er í aðalhlutverki í kvikmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Myndinni er beðið með mikillar eftirvæntingu en hún er byggð á bókaröð eftir Philip Reeve.