Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Herdís Stefánsdótir: Semur tónlistina við kvikmynd í leikstjórn leikstjóra The Sixth Sense

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég samdi í fyrra tónlistina við sjónvarpsseríuna Y The Last Man sem var sýnd á Hulu og í tónlistarteyminu var Sue Jacobs, „music supervisor“, sem er búin að vera lengi í þessum bransa og fékk hún Emmy-verðlaun á sínum tíma. Hún hefur til dæmis unnið með leikstjóranum M. Night Shyamalan í 20 ár. Svo kláraðist þetta verkefni í fyrrahaust og í október hringdi umboðsmaðurinn minn í mig og spurði hvort ég vissi hver leikstjórinn N. Night Shyamalan væri. Ég sagðist auðvitað vita það og sagði að ég væri búin að vera mikill aðdáandi hans síðan ég var lítil og sá The Sixth Sense í fyrsta skipti. Þá sagði umboðsmaðurinn að Shyamalan vildi tala við mig eins fljótt og hægt er og spurði hvenær ég gæti talað við hann á Zoom-fundi. Þá vissi ég ekki að Sue Jacobs hafi sagt honum frá mér og hann var þá byrjaður að leggja drög að handritinu fyrir þessa mynd, Knock at the Cabin. Hann hafði þá verið að hlusta á tónlist eftir mig og notað hana sem innblástur við að skrifa handritið að myndinni. Hann er einmitt að hringja í mig núna. Má ég hringja í þig eftir eina mínútu?,“ segir Herdís.

Hlé er gert á viðtalinu en svo heldur það áfram eftir símtalið á milli Herdísar og Shyamalan.

„Við erum í miklu símasambandi; við tölum mikið saman í síma um allar senurnar.“

Hún segir þó að að um sé að ræða thriller. Thriller horror.

Herdís talar svo um Zoom-fundinn sem þau Shyamalan héldu í fyrra. „Svo var ég ráðin strax í verkefnið. Myndin var svo tekin upp í vor og þá kom ég inn í verkefnið.“

Herdís má ekki enn segja um hvað myndin er. Hún segir þó að að um sé að ræða thriller. Thriller horror.

Herdís Stefánsdóttir

- Auglýsing -

Innblástur frá 1950´s Hollywood

Herdís er spurð hvernig tónlist hún semji við thriller horror.

„Myndin er lagskipt. Þetta er ekki einföld flétta þar sem er bara thriller. Í kjarnanum eru miklu fleiri víddir af tilfinningum; tónlistin spannar því margar tilfinningalegar víddir. Ég þurfti að fara í smárannsóknarvinnu og ég get ekki sagt þér alveg hvernig rannsóknarvinnu ég þurfti að fara í til að semja af því að ég má ekki gefa það upp. En ég get sagt að það sem ég er að gera í þessu soundrakki er að ég er að taka svolítið innblástur frá 1950´s Hollywood. Ég er búin að vera að skoða Hitchock-myndir þar sem er tónlist frá tónskáldum eins og Bernard Hermann sem ég elska og er eitt af mínum uppáhaldskvikmyndatónskáldum. Í raun og veru er ég að sækja innblástur þangað. Það eina sem ég ætla að segja um myndina án þess að gefa upp um hvað hún er að það er verið að vísa í bæði myndheim og simbolísma sem við þekkjum svolítið frá upphafinu á horror- og thriller-myndum. Og þess vegna fékk ég áhuga á að skoða þessar myndir sem voru að gerast á 6. áratugnum í Hollywood sem eru mjög flottar eins og til dæmis Vertigo eftir Hitchock. Þannig að ég er svolítið innblásin af því tímabili. Tónlistin verður tekin upp með stórri hljómsveit í London í nóvember. Þetta er stórt „orchestral soundtrak“. Engin eletróník.“

- Auglýsing -

 

Magnað

Herdís segir að þegar hún semji tónlist fyrir kvikmyndir þá sé hún sögumaður. „Það sem maður þarf að gera er að kafa mjög djúpt ofan í söguna og ofan í persónurnar og þú ert í raun og veru að bæta við þessari fimmtu vídd í myndina og í söguna. Þá ertu oft að segja þá hluti sem ekki er beint verið að segja í samtalinu heldur ert þú að bæta við einhverju aukalega. Aukavídd. Þannig að í fyrsta lagi þarf maður að kafa djúpt ofan í söguna og maður þarf eiginlega að fara lengra en það af því að maður þarf að fara í baksöguna og maður þarf að túlka þetta og fara í einhvern veginn hver er kjarninn í sögunni, hver er kjarninn í myndinni og hvað erum við að segja með þessu öllu. Þannig að það er stærsti innblásturinn að því hvernig maður byrjar að skrifa inn þemu og mótív. Svo er það fagurfræðin í kvikmyndastílnum og myndatökunni, litirnir og leikurinn og allt það hefur í raun og veru áhrif á fagurfræðilega útsetningu tónlistarinnar; hvernig tónlist passar inn í þennan heim. Er þetta lífrænn heimur, er hann svolítið organískur eða er ég að fara út í elektróník? Þannig að allir þessir hlutir hafa áhrif á það þegar maður er að byrja hvernig tónlitin þróast og hvernig tónlist maður byrjar að semja fyrir hvert verkefni.“

Herdís hafði lagt áhrif á að semja raftónlist áður en hún fór að semja kvikmyndatónlist og segir hún að hún hafi gaman af að skora á sjálfa sig í að gera eitthvað sem hún þekkir ekki alveg. „Og það er svolítið nýtt fyrir mig að fara í svona stórt hljómsveitarverk þar sem ég er líka að fara í ákveðna hljómfræði sem ég hef ekki notað áður. Og það er þegar ég er að tala um innblástur frá Bernard Hermann; þetta er ákveðin tónsmíðatækni, tónsmíðaaðferðir, sem ég hef aldrei notað áður. Þannig að ég er búin að vera að stúdera gömul skor og nótur og sjá hvernig þetta var skrifað á þessum tíma og í raun og veru er þetta ákveðið ferli við að læra og stækka sem tónlistarmaður.“

Þetta er algert ævintýri fyrir mig að fá að fara inn í þennan heim.

Herdís er spurð hvað það þýði fyrir ferilinn og framtíðina að semja tónlist fyrir kvikmynd í leikstjórn M. Night Shyamalan.

„Þetta var svolítið stökk fyrir mig. Hann er búinn að vinna með mjög flottum tónskáldum eins og með James Newton Howard í The Sixth Sense sem var eitt stærsta tónskáldið í Hollywood á þeim tíma. Þannig að þetta er mikið tækifæri og mangað að fá að vinna með einhverjum sem er með allan þennan feril og þessa reynslu. Þetta er algert ævintýri fyrir mig að fá að fara inn í þennan heim,“ segir Herdís sem gerir ráð fyrir að ljúka við þetta verkfni í lok nóvember.

Hún segir svo að kvikmyndin verði sýnd í um 8000 kvikmyndahúsum víða um heim en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum 3. febrúar á næsta ári. „Þetta er alveg stórt.“

Herdís Stefánsdóttir

Mikil pressa

Herdís segist lítið frí hafa tekið sér síðastliðin fjögur ár en að hún ætli að taka sér frí þegar þessu verkefni lýkur en hún á við að hún ætli sér þá ekki að taka að sér nein ný verkefni í tvo til þrjá mánuði heldur vinna í eigin tónlist og undirbúa plötu.

„Ég er í raun og veru ekki búin að stoppa í fjögur ár í þessu og það er komin tími á örlítið frí. Þetta er ekki beint hefðbundin vinna og maður verður svo rosalega þreyttur. Maður er stundum að næstum því alla daga vikunnar og það er mikil pressa þannig að maður er svolítið búinn á því eftir svona (verkefni). Þetta eru sjö mánuðir án þess að stoppa og þar sem maður er alveg á fullu. Lúxusinn við þetta og sem ég hef ekki leyft mér hingað til er að geta kannski tekið tvo þrjá mánuði bara til að anda aðeins á milli.“

Hún sem er að brillera í kvikmyndaheiminum með tónlistinni sinni byrjaði átta ára gömul að læra á píanó hjá píanókennara sem bjó í sömu götu og þetta gerði hún af og til til 17 ára aldurs. Hún fór aldrei í tónlistarskóla og lærði aldrei tónfræði eða hljómfræði. Hún var á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík og skráði sig svo í lögfræði við Háskóla Íslands.

Mér fannst það vera fjarstæðukennt að ég gæti samið tónlist.

„Ég var svo hræðilega óánægð í lögfræðináminu. Það átti svo illa við mig. Mér leið ekki vel og vissi ekki hver ég var eða hvað ég átti að gera. Ég fór svo að spila á píanóið þegar heim kom úr skólanum og fór að búa til mín eigin lög. Mér fannst það vera fjarstæðukennt að ég gæti samið tónlist; mér fannst það ekki vera raunverulegt. En svo fór ég virkilega að hafa áhuga á því. Með fram lögfræðináminu fór ég í einaktíma í hljómfræði og svo fór ég að útsetja fyrir kór og strengjakvartett.“

Það endaði með því að Herdís hætti í lögfræðináminu. Hún útskrifaðist frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og lauk síðan árið 2017 meistaranámi í tónsmíðum með áherslu á kvikmyndatónlist frá New York University. Hún bjó svo um tíma í Los Angeles en flutti svo heim til Íslands árið 2020.

Herdís býr með Dustin O’Halloran, píanóleikara og tónskáldi, og eiga þau þriggja og hálfs árs gamla dóttur og býr fjölskyldan í Reykjavík. Þess má geta að Dustin var á sínum tíma tilnefndur til BAFTA, Óskars- og Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Lion.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -