Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Herjaði á hús þeirra ríku í Hollywood

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innbrotsþjófur sem hefur gert fólki í Hollywood lífið leitt undanfarið hefur verið handtekinn. Um 2000 stolnir munir fundust á heimili hans og í geymslu.

Innbrotsþjófur sem hefur herjað á hús þeirra frægu og ríku í Hollywood hefur verið handtekinn. Þessu var greint frá á Twitter-síðu lögreglunnar í Los Angeles þar sem nokkrar myndir af þýfinu og þjófnum voru birtar.

Þjófurinn er 32 ára maður að nafni Benjamin Ackerman. Undanfarið hefur hann brotist inn í fjölda húsa í Hollywood og stolið skarti, listaverkum, töskum og öðrum dýrum munum. Meðal þess sem sjá má á myndum sem lögreglan birti eru handtöskur frá Hermés og demantsúr.

Ackerman er sagður hafa látist vera áhugasamur fasteignasali og fengið að skoða þær eignir sem hann braust svo síðar inn í, þannig gat hann undirbúið innbrotin vel áður en hann lét til skara skríða. Þá mun hann í sumum tilfellum hafa átt við öryggismyndavélar í kringum heimilin. Þessu er sagt frá á vef BBC.

Samkvæmt lögreglunni í Los Angeles braust Ackerman meðal annars inn til söngvaranna Ushers og Adams Lambert.

Eftir handtöku Ackerman fannst þýfið á heimili hans en einnig í geymslu sem hann hafði á leigu. Um 2000 stolnir munir hafa fundist. Lögreglan vinnur nú að því að koma stolnu mununum í réttar hendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -