Þátttaka í tilnefningu um Hetju ársins 2021, sem Mannlíf stendur fyrir, hefur verið með miklum ágætum og ljóst að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Þó nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar og þeirra á meðal má nefna Guðmund Felix Grétarsson, Katrínu Björk Guðjónsdóttur og Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur.
Lesendur geta lagt sitt lóð á vogarskálar með því að senda póst á [email protected] og tilgreina þann sem þeim þykir hafa skarað fram úr og verðskuldi því titilinn Hetja ársins 2021.
Frestur til að senda inn tilnefningu rennur út á miðnætti 26. desember. Síðan fer fram lokakjör og snýst þá valið um þá fimm einstaklinga sem flestar tilnefningar fengu.
Sem fyrr segir er hægt að senda tilnefningu hér [email protected].